fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Neytendur

Aðdáendur Quality Street ósáttir: Brúni molinn er horfinn

Íslenskir sælkerar völdu molann þann fjórða besta árið 2014

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2016 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi moli kemur nýr inn í Quality Street-fjölskylduna.
Kynntur til leiks Þessi moli kemur nýr inn í Quality Street-fjölskylduna.

Quality Street-molarnir eru allt að því jafn fastur hluti af jólahefð Íslendinga og appelsínið og maltið. Og þegar breytingar verða á innihaldi Quality Street-dósanna eiga vanafastir sælkerar það til að láta í sér heyra.

Sú er að minnsta kosti raunin í Bretlandi því Nestlé hefur ákveðið að skipta út brúna molanum, Toffee Deluxe, fyrir annan mola, Honeycomb Crunch. Brúni molinn hefur löngum notið mikilla vinsælda og var hann til að mynda í fjórða sæti yfir bestu Mackintosh-molana í úttekt Fréttablaðsins fyrir jólin 2014.

„Súkkulaði utanum súkkulaði karamellu. Blanda sem getur ekki klikkað en ekkert til sem heitir of mikið súkkulaði,“ sagði einn um molann í úttekt Fréttablaðsins á meðan annar bætti við: „Var alltaf mest fyrir þessa sem voru bara karamella, í gyltu umbúðunum, en svo tók þessi völdin þar sem hann er double pleasure, súkkulaði og karamella.“

Brúni molinn á sér langa sögu en hann var fyrst kynntur til leiks árið 1919 og varð svo hluti af Quality Street-fjölskyldunni árið 1936. Síðan þá hefur molinn verið á stofuborðum fjölmargra fjölskyldna um jólin.

Margir eru ósáttir við þessi skipti enda var molinn í uppáhaldi hjá mörgum sælkerum um allan heim. Nokkur umræða hefur skapast um þetta á Twitter og segir til að mynda einn að þessi vika sé uppfull af slæmum fréttum. Fyrst hafi verið greint frá skilnaði Brad Pitt og Angelinu Jolie og nú komi annað reiðarslag; brúni molinn er horfinn.

Að því er fram kemur í frétt Mail Online tók Nestlé þessa ákvörðun eftir að hafa framkvæmt könnun meðal viðskiptavina sinna. Að mati þeirra sem leitað var til var of mikið af karamellumolum í Quality Street-öskjunum en brúni molinn var einn þriggja slíkra mola. Það var einum mola of mikið að mati Nestlé og er nú nýr moli í gulum umbúðum búinn að bætast við fjölskylduna.

Karamellumolanum hefur verið sparkað. Hann var sá fjórði besti samkvæmt könnun Fréttablaðsins árið 2014.
Horfinn Karamellumolanum hefur verið sparkað. Hann var sá fjórði besti samkvæmt könnun Fréttablaðsins árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“