fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Lögreglan um Ófærð: Margt skondið séð út frá okkar bæjardyrum

Tveir þætti sýndir sama kvöld þar næstu helgi – Lögreglan segir vinnubrögð lögreglumanna í þáttunum einkennileg

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Menn eru að spjalla sin á milli um þetta, eins og margt annað. Þetta er náttúrulega afþreying, og að mín viti skemmtileg sem slík. En það er margt sem mætti vera öðruvísi og ýmislegt sem lögreglan gerir þarna sem lögreglan gerir ekki,“ sagði Guðmundur Ásgeirsson, lögreglufulltrúi hjá Lögregluskólanum í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag, en þar var hann spurður hvernig þættirnir Ófærð kæmu fyrir sjónir lögreglunnar.

Þættirnir hafa notið fádæma vinsælda og hefur rúmlega hálf þjóðin setið límd við skjáinn að horfa á þættina sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum. Þættirnir hafa almennt fengið mjög góðar viðtökur eins og áhorfið sýnir, en aðrir hafa einmitt gagnrýnt óraunveruleikablæ sem einkenni störf lögreglunnar.

Guðmundur segir að margt komi spánskt fyrir sjónir löggæslumanna, „það fyrsta sem sló mann var þegar Norræna kom að bryggju, og þá var búið að finna líkið, en þá neitar skipstjórinn að hlýða fyrirmælum lögreglunnar um að hafa skipið lokað,“ sagði Guðmundur. Það varð til þess að farþegar fóru út og lögreglan missti tök á aðstæðunum.

„Eins þegar líkamspartar voru geymdir í frysti í fiskvinnslu án alls eftirlits,“ sagði Guðmundur, en það er ljóst að slík vinnubrögð eru ekki lýsandi fyrir störf lögreglunnar hér á landi.

„Svo var það mjög skondið séð út frá okkar bæjardyrum, varðandi fangavaktina,“ útskýrði Guðmundur og bætti við að fangar væru aldrei í fangelsi án eftirlits. Eins væri það verklagsreglur að tveir lögreglumenn fylgja fanga á klósettið, ekki einn, eins og þegar persóna Ingvars E. Sigurðssonar, var yfirbuguð af litháenskum glæpamanni.
„Það er gerist ekki, og á ekki að gerast,“ sagði Guðmundur.

Eins bendir Guðmundur á að lögreglan myndi aldrei elta uppi vopnaðan einstakling án þess að vígbúast sjálf.
Eins segist hann hafa hrist hausinn þegar lögreglumennirnir að sunnan koma til bæjarins og yfirheyra persónu Þorsteins Bachmann. „Það voru mjög undarleg yfirheyrslutaktík,“ sagði Guðmundur.

Hann sagðist hafa skilning á því að handritshöfundarnir beittu ýmsum meðulum til þess að keyra frásögnina áfram á kostnað vinnubragða lögreglunnar.

„Ég held nú samt að lögreglan sé ekkert að pirra sig á þessu, þó þetta sé ekki eins og í raunveruleikanum,“ áréttaði Guðmundur.

Í tilkynningu sem kom frá RÚV í dag kemur fram að ljóstrað verði upp um best varðveitta leyndarmál síðari ára í sjónvarpi sunnudaginn 21. febrúar. Þá verða sýndir tveir síðustu þættirnir í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu. Þar með styttist um viku biðin eftir það verði afhjúpað hver framdi morðin skelfilegu í íslenska smábænum. Þar með verður hulunni svipt af leyndarmálinu sem svo margir bæjarbúar vildu síður að liti dagsins ljós.

Eins og fyrr segir þá hefur Ófærð notið fádæma vinsælda síðan sýningar hófust 27. desember og að jafnaði fengið tæplega 60% áhorf, það mesta sem mælst hefur á þáttaröð, síðan rafrænar mælingar hófust árið 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“