fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 18:05

Grenjandi gott. Mynd:TM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ástæðulaust að gera annað en að grilla næstu daga þó veðrið sé ekki upp á 10, enda engin 2 metra regla á grillinu. Svo má vel bjóða í mat, sérstaklega ef það er utandyra svo allir séu minna að hnoðast hver ofan í öðrum. Ekki skemmir fyrir að þessar uppskriftir eru meinhollar og kæta kroppinn.

Spengilegt spergilkálssalat
Þetta salat er æðislegt með öllum grillmat eða nánast hverju sem er. Það er til í hinum ýmsu útfærslum, svo sem með og án beikons, með furuhnetum, salthnetum eða sólblómafræjum.

Meðlæti fyrir 4 fullorðna

1 vænn og veglegur spergilkálshaus
10 döðlur
½ rauðlaukur
½ dl graflaxsósa
1 dl ab-mjólk – ekki létt
4 msk. ristaðar pekanhnetur

Skolið kálið og þerrið. Skerið í nokkuð litla bita, og notið stöngulinn líka ef hann er ekki mjög stór. Sleppið sárinu þar sem kálið hefur verið skorið því það á það til að verða þurrt og hart.
Saxið döðlur og rauðlauk.
Skerið hneturnar gróft.
Blandið ab-mjólkinni við graflax-sósuna.
Hrærið öllu saman.

Tígrisrækjuspjót með ananas og kóríander

Þessi spjót eru æði sem forréttur eða sem hluti af smáréttahlaðborði eða hreinlega með fersku soðnu tagliatelle og parmesanosti. En þá hrúgast auðvitað hitaeiningarnar inn. En það skiptir ekki alltaf máli.

1 poki tígrisrækjur um 250-350 g
1 búnt kóríander
2 hvítlauksrif
½ sítróna
Salt
3-4 sneiðar ferskur ananas
Grillpinnar
Ólífuolía

Skolið og þerrið rækjurnar. Setjið í skál með safanum úr sítrónunni, mörðum hvítlauksrifunum og 2 msk. af ólífuolíu.

Saxið hálft búnt af kóríander og hrærið saman við. Látið rækjurnar marinerast í lágmark klukkustund.

Skerið ferska ananasinn í munnbita. Þræðið hann upp á spjót ásamt rækjunum og saltið lítillega.

Spergilkálssalat sem slær í gegn. Mynd: TM
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Guardiola tjáir sig um framtíð De Bruyne

Guardiola tjáir sig um framtíð De Bruyne
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Jenna Jameson orðin kona einsömul

Jenna Jameson orðin kona einsömul