Fiskibollur í dós með karrísósu eða bleikri sósu, hangikjöt, heitur súkkulaðibúðingur, Húsavíkurjógúrt, steikt slátur með miklum sykri, medisterpylsa og rónabrauð voru á meðal matvara sem komu til tals þegar Íslendingar voru beðnir um að rifja upp uppáhalds mat úr barnæsku.
„Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð. Það var kjötfars sem var sett sitt hvoru megin á brauðsneið og steikt,“ sagði hlustandi í Skemmtilegri leiðin heim á K100.
Hlustandinn játaði að hann hefði fengið mikla löngun í þennan bernskubita á meðan hann var í beinni. Hann hafði þó ekki smakkað rónabrauð síðan í eldhúsinu hjá mömmu í „gamla daga“.
Hlusta má á viðtalið í heild sinni .hér