Eðlan er algjör klassísk fyrir kósíkvöldin. Og upplagt að fá börnin til að aðstoða.
Uppskrift er frá Nettó.
Innihald
- 400 ml rjómaostur
- 400 ml salsasósa
- 200 g rifinn ostur
- ½ tsk. chiliduft
Annað:
- Nachos-flögur
- lime-sneiðar
- ferskur chili
Aðferð
- Blandið saman rjómaosti og salsasósu. Bætið chilikryddinu við.
- Setjið í eldfast mót.
- Stráið rifnum osti yfir.
- Bakið í ofni á 200°C í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
- Undir lokin er gott að kveikja á grillinu og leyfa ostinum að brúnast. Fylgist vel með.
- Berið fram með nachos-flögum.
- Setjið chilisneiðar yfir og lime-sneiðar.