fbpx
Fimmtudagur 27.mars 2025
Matur

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 20:17

Helvítis kokkurinn Ívar Örn Hansen fékk að sjálfsögðu að bragða á ís hjá Jóni Jóhannsyni rekstrarstjóra Skúbb.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni bóndadagsins, sem fagnar fyrsta degi þorra, hefur Skúbb ísgerð kynnt til sögunnar nýjan og djörfugan ís sem mun aðeins vera í boði í stuttan tíma. Ísinn, sem kallast Þorraísinn  sameinar einstaka bragðtóna og er hannaður til að kveikja í bragðlaukum landsmanna. Ísinn er þróaður í einstöku samstarfi við Helvítis Kokkinn. Ísinn býður upp á óvænta en dásamlega bragðsamsetningu þar sem mjólkurís mætir Helvítis eldpiparsultu með carolina reaper og bláber frá Helvítis Kokkinum.

,,Þetta er fullkomin leið til að fagna bóndadeginum. Þetta er ís fyrir þá sem þora að prófa eitthvað nýtt. Við erum alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt sérstaklega ef það er pínu óhefðbundið. Við elskum ís, við elskum sterkan mat, og hugsuðum með okkur: Af hverju ekki að sameina þetta tvennt og búa til logandi sterkan ís. Það hljómaði bara of vel til að sleppa því,“ segir Jón Jóhannsson hjá Skúbb.

Helvítis kokkurinn og Jón hressir með ís í Skúbb.

„Við vildum skapa eitthvað alveg nýtt fyrir bóndadaginn. Samstarfið við Helvítis Kokkinn hefur gert okkur kleift að bjóða upp á ís sem sameinar sætan mjólkurís og mjög sterkan með kryddaðri eldpiparsultu með Carolina reaper og bláber.

Þetta samstarf varð til af hreinni forvitni og gleði – við bara gátum ekki annað en látið vaða. Útkoman er spennandi og einstakur ís sem bæði kitlar bragðlaukana og lætur fólk svitna aðeins,“ segir Jón.

Sultur frá Helvítis Kokkinum hafa notið vinsælda fyrir einstaka bragðtóna, og saman skapar hún og ísinn óvænta upplifun fyrir bragðlaukana. Þorraísinn verður í boði í takmörkuðu magni og einungis í Skúbb ísbúðinni á Laugarásvegi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti