fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Matur

Draumabitar Láru

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 19. janúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakað með Láru og Ljónsa inniheldur fjölmargar uppskriftir sem henta krökkum á öllum aldri, allt frá einföldum uppskriftum fyrir byrjendur í bakstri og flóknari veislutertur fyrir þau sem vilja reyna á sig. Tilefnin til að baka eru fjölmörg og í bókinni má meðal annars finna uppskriftir að krúttlegum páskaeggjahreiðrum, gómsætum afmæliskökum, hræðilegum hrekkjavökukræsingum, litríku hollustusnarli og bæði Lárutertu og Ljónsatertu.

Systurnar Birgitta og Sylvía Haukdal eru höfundar bókarinnar en Sylvía er menntuð frá Le Cordon Bleu í deserta- og bakstursgerð og starfar sem bakari. Bókina prýða fallegar ljósmyndir Írisar Daggar Einarsdóttur auk fjölmargra litríkra teikninga af Láru og Ljónsa.

Hér fyrir neðan er uppskrift að draumabitum Láru, birt með góðfúslegu leyfi höfunda og Forlagsins.

Draumabitar Láru

Hráefni:

  • 115 g smjör
  • 350 g sykurpúðar
  • 50 g hvítt súkkulaði
  • 1 tsk vanilludropar
  • Matarlitur
  • 180 g Rice Krispies
  • Kökuskraut
  • Súkkulaðiperlur
  • Sykurpúðar

Úr eldhúsinu:

  • Pottur
  • Sleif
  • Bökunarpappír
  1. Bræðið smjörið í potti, leyfið því að sjóða í um það bil 3 mínútur eða þar til það byrjar að brúnast örlítið og hættir að freyða. Það er mikilvægt að fara varlega því smjörið getur slest upp úr pottinum.
  2. Takið pottinn af hitanum og hrærið sykurpúðum og hvítu súkkulaði saman við smjörið.
  3. Setjið pottinn aftur á helluna og stillið á lágan hita, hrærið þar til sykurpúðarnir hafa bráðnað og blandan er orðin silkimjúk og falleg.
  4. Hrærið vanilludropunum og matarlit saman við. Það má nota hvaða lit sem er en Lára valdi að nota bleikan. Það þarf lítið magn af matarlit, fylgið leiðbeiningum á umbúðunum.
  5. Setjið Rice Krispies út í pottinn og blandið vel saman. Hér er mjög mikilvægt að smakka til að finna hvað þetta er gott!
  6. Setjið blönduna á bökunarpappír með sleifinni og þjappið vel saman í um það bil 3 cm þykka köku. Skreytið með kökuskrauti, sykurpúðum og súkkulaðiperlum og setjið í frysti í að minnsta kosti 30 mínútur.
  7. Takið úr frysti og skerið í litla bita. Það er gott að leyfa blöndunni aðeins að bíða áður en hún er skorin ef hún er gegnfrosin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram