Skúbb ísgerð setti nýjan hátíðarís á markað fyrir jólin. Nýi ísinn ber heitið Piparkökudeigsís. Nýi ísinn er með heimagerðu piparkökudeigi og piparkökumulningi.
,,Það hefur verið mikil eftirspurn eftir kökudeigsís og okkur þótti tilvalið að bjóða upp á piparkökudeigsís yfir hátíðarnar. Það má segja að stemmningin í piparkökubakstrinum sé komin í ísinn. Kanill og negull, sannkallað jólakryddbragð. Svo er bara að bjóða upp á heitt súkkulaði með. Það er fátt notalegra yfir vetrarmánuðina,“ segir Ása Hlín Gunnarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú og Skúbb í tilkynningu.
Árið 2023 kom Skúbb ísgerð með hátíðarísinn Skúbblerone á markað og nú er það Piparkökudeigsísinn sem hefur tekið jólin með trompi. Ása Hlín bætir við að enn sé eitthvað eftir af ísnum í verslunum.