fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Matur

Pittsburgh hamborgarinn vann með yfirburðum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 16:53

Arthur Pétursson, betur þekktur sem Túri, með Pittsburgh borgarann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hard Rock veitingahúsakeðjan heldur reglulega World Burger Tour þar sem Hard Rock keðjur í hverju ríki senda inn hamborgara og keppa um besta borgarann og hefur keppnin staðið yfir í allt sumar. Alls tóku rúmlega 150 Hard Rock staðir víðs vegar um heiminn þátt og sendu inn hamborgara í keppnina. Hard Rock Cafe Reykjavík bauð upp á Rokk Rækjuborgarann, eins og kemur fram í tilkynningu.

Þeir fimm borgarar sem seldust hlutfallslega best fóru á matseðil út um allan heim og kepptu um fyrsta sætið. Pittsburgh borgarinn var lang vinsælastur og vann keppnina með yfirburðum.

Arthur Pétursson, betur þekktur sem Túri en hann er yfirkokkur á Hard Rock Café í Reykjavík segir það hafa verið mjög skemmtilegt að geta boðið upp á þessa borgara í sumar.

Pittsburgh borgarinn verður áfram í sölu út september þannig að þennan mánuð er síðasti séns að smakka þennan goðsagnakennda borgara. Pittsburgh samanstendur af 2 smass hamborgarabuffum, Legendary sósu, reyktu beikoni, súrum gúrkum, bjór-ostasósu, viskí-beikonsultu, amerískum osti og frönskum á milli.

Túri segir að allir fimm borgararnir hafi selst mjög vel en að Pittsburgh borgarinn hafi verið langvinsælastur þeirra: „Borgarinn er mjög bragðgóður og akkúrat það sem maður myndi búast við að kæmi frá Kananum. Það fer ekki á milli mála að þetta er ameríski borgarinn í keppninni. Hann verður í boði hjá okkur núna út september svo fyrir þá sem eiga eftir að smakka er það bara að drífa sig,“ segir hann.

Túri hefur verið viðloðinn Hard Rock Cafe mjög lengi og byrjaði með Tómasi Tómassyni á Hard Rock Cafe þegar staðurinn var í Kringlunni á sínum tíma. Hann hefur unnið síðstliðin 20 ár á Hard Rock stöðum víða um heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum