fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Matur

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2024 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Máltíð dagsins á Subway kostar núna 2.399kr. Ekki á nema 36 mánaða tímabili hefur Bátur dagsins/máltíð dagsins á Subway hækkað um c.a. 100%. Efast um að laun eða aðföng hafi hækkað sem nemur þessu?“ segir neytandi nokkur í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.

Með færslu sinni birtir hann mynd af Máltíð dagsins, en á hverjum degi býður Subway upp á ákveðna tegund af bát sem máltíð dagsins, og aðra mynd af hækkun á máltíð dagsins síðustu þrjú ár.

„Fyrir nóvember 2021 = 1.199 kr.
5. nóvember 2021 = 1.399 kr. (gos og kaka bættist við)
15. desember 2022 = 1.799 kr.
19. apríl 2023 = 1.999 kr.
30. janúar 2024 = 2.199 kr.
1. september 2024 = 2.399 kr.“ 

Segist sá sem setur færsluna inn spenntur að sjá hvort verðið núna hækka aftur um í kringum jól í ár. „Annars veit ég að það er tilboð 2f1 í Nova og þeir sem kaupa þetta tilboð eru líklega að greiða niður 2f1 tilboðið.“ 

Nokkrar umræður hafa skapast um færsluna og segir einn að um sé að ræða „Islenska græðgin í sinni björtustu mynd.“ 

„Mjög góð vinna og setur þetta í ákveðið samhengi. Samantekt þin synir miklu meiri hækkun hjá Subway en hækkun verðbólgu getur útskýrt. Stjórnendur Subway gerast sekir að “nota ferðina” þe í ljósi hærri verðbólgu þá er ljóst að verð vörunnar mini hækka. Það sem þeir gera er að hækka verð vörunnar meir en þörf þykir,“ segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur hjá Öryrkjabandalagi Íslands.

„Ef þú kemst í 5 metra radíus við Skúla virðist hann kæra þig þannig einhver þarf að borga,“ segir einn og vísar þar til fjölmargra dómsmála eiganda Subway, Skúla Gunnars Sigfússonar. „Þau þurfa að hækka verðið til þess að vega á móti öllum töpuðu viðskiptunum vegna hærra verðs,“ segir annar.

Þess má geta að Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway á Íslandi, hagnaðist um 128 milljónir króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 113 milljóna hagnað árið áður, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum