fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Matur

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

DV Matur
Laugardaginn 13. júlí 2024 12:28

Íslendingar kunna að meta brauðtertur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brauðtertan er klárlega í hópi þjóðarrétta Íslendinga og nú hyggst Brauðtertufélag Erlu og Erlu, einn af vinsælli Facebook-hópum landsins, hefja leit að Íslandsmeistaranum í brauðtertugerð.

Til þess að sem flestir geti tekið þátt verða þrír keppnisdagar í boði, á morgun sunnudaginn 14. júlí í Reykjavík og aftur viku síðar og síðan 28. júlí á Akureyri.

Dómnefnd keppninnar skipa eftirfarandi: Mar­grét Dórót­hea Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi skóla­stjóri Hús­stjórn­ar­skól­ans, Sig­ríður Örvars­dótt­ir, safn­stjóri Lista­safns­ins á Ak­ur­eyri, Tóm­as Her­manns­son, út­gef­andi hjá Sög­um út­gáfu og Erla Hlyns­dótt­ir, frá Brauðtertu­fé­lagi Erlu og Erlu.

Er ætlunin að gefa síðan út bók með bestu tertunum sem líta dagsins ljós í Íslandsmótinu.

Verðlaunin eru einkar glæsileg:

Fyrir Íslandsmeistarann: Gjafabréf að verðmæti 120.000 kr frá Icelandair
Fyrir fallegustu brauðtertuna: Gjafabréf að verðmæti 15.000 kr frá Jómfrúnni

Fyrir bragðbestu brauðtertuna: Martusa, sikileysk ólífuolía beint frá bónda. 5 lítrar

Fyrir frumlegustu brauðtertuna: Bretti frá Kokku, tilvalið fyrir brauðtertur.

Sérstök aukaverðlaun, fyrir brauðtertu sem við mælum með að para með kampavíni: Kampavín, Drappier Brut Nature frá Sante

Enn er hægt að skrá sig til þátttöku inni á áðurnefndum Facebook-hóp, Brauðtertufélag Erlu og Erlu.  Þátttakendur fá síðan tölvupóst með öllum nánari upplýsingum en einnig er hægt að senda póst á braudterta2024@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
31.10.2023

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!
Matur
25.10.2023

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói

Spaghetti með hvítlauk chilí og valhnetupestói
Matur
24.10.2023

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum

Hunangs-BBQ kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum