fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Matur

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. júní 2024 17:30

Mynd: Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Buzzfeed tók í vikunni saman lista yfir 40 „rauð flögg“ frá Reddit notendum sem sögðust vera matreiðslumenn með sérfræðiþekkingu á sviði matvælaöryggis. Voru þeir beðnir um að telja upp atriði sem viðskiptavinir ættu að taka eftir og varast þegar þeir færu út að borða.

Listinn telur upp þætti eins og hreinlætisaðstöðu, gæði matarins og samskipti starfsfólks.

Hér eru níu atriði af heildarlistanum:

„Ef þú festir fæturna í klístri farðu strax út“

Klístrug gólf geta bent til þess að veitingastaðurinn er ekki þrifinn nógu oft. Matur og drykkur sem hellist á gólfið verður til þess að það verður klístrað ef það er ekki þrifið almennilega.

„Það sem hefur mest áhrif á mig er lykt. Ef það er súr lykt eða sótthreinsilykt jafngildir það rauðu flaggi“

Gestir sem ganga inn á veitingastað búast við að finna lykt af góðum mat. Ef lyktin er hins vegar súr eða af sótthreinsiefnum, þá getur það bent til þess að á staðnum er skemmdur matur eða ófullnægjandi þrif. 

„Ég segi alltaf að ef þú ferð inn í fiskbúð eða veitingastað sem sérhæfir sig í fiski þá á staðurinn að lykta eins og hafið. Ef staðurinn lyktar eins og sambland af fersku lofti og saltvatni þýðir það að allt er ferskt.“

Ástæðuna fyrir vondri lykt á veitingastað má oft rekja við vandamála með niðurfall veitingastaðarins.

Mynd: Unsplash

„Stór matseðill er merki um að maturinn sé frosinn, foreldaður og upphitaður – eða hráefnin eru ekki mjög fersk“

Einn sagði að gestir ættu að passa sig á veitingastöðum sem bjóða upp á „stóran matseðil“ vegna þess að þeir „bjóða ekkert nema frosinn mat“.

Skyndibitakeðjur eins og McDonald’s eru með hamborgara og kjúklinganagga sem eru afhentir frystir á staðinn.  Foreldaður matur getur valdið heilsufarsáhættu og þegar hann er eldaður eða geymdur á óviðeigandi hátt geta gestir fengið matareitrun eða matarsjúkdóma.   

„Þegar það eru myndir af mat á matseðlinum sem greinilega eru ekki frá veitingastaðnum“

Fleiri en einn bentu á að það væri stórt viðvörunarmerki ef veitingastaður notaði matarmyndir sem eru ekki teknar á veitingastaðnum.

„Ég hannaði matseðil fyrir veitingastað og skildi eftir pláss fyrir myndirnar. Þeir sögðust ekki myndu senda neinar og sögðu mér að taka myndir af Google,“ skrifaði einn. 

„Ég hef aldrei borðað þar. Ég vil bæta því við að ég hafði ekki hugmynd um hvað sumir af þessum réttum voru. Uppáhaldið mitt var „Réttur hússins“, en þegar ég spurði höfðu þeir ekki hugmynd um hver hann var. Mér var sagt að bæta „einhverju góðu við“.

„Að sjá ávaxtaflugur. Ávaxtaflugur eru vísbending um óhreint eldhús“

Ávaxtaflugur í eldhúsi veitingastaðar geta laðast að hlutum eins og óhreinu leirtaui, skemmdum ávöxtum eða mygluðum svampi. Flugurnar geta flutt sýkla frá óhreinu yfirborði yfir á hreint, sýkla sem geta valdið matareitrun.

Mynd: Unsplash

„Haltu þig frá hlaðborðum og salatbörum. Oft er það sama dótið sem er bara fyllt á aftur og aftur.“

Hlaðborðsborð og salatbarir á veitingastað geta verið skaðlegir ef mat er ekki skipt út og ílát og áhöld ekki þrifin almennilega.

„Í matreiðsluskólanum segir hver einasti matreiðslukennari það sama: „Ef það er rangt stafsett á matseðlinum, þá er það viljandi. Það er svo þeir þurfi ekki að selja þér alvöru. Gott dæmi er „krab cakes“.

Könnun sem Psychology Today vitnaði í árið 2016 komst að þeirri niðurstöðu að stafsetningarvillur í matseðlum hafa yfirleitt ekki áhrif á matarupplifun manns.

Stafsetningarvillur á matseðlinum geta hins vegar bent til að veitingastaðurinn sé „kærulaus“ og bjóði upp á vondan mat.

„Þegar matseðlarnir eru mjög óhreinir og aldrei hreinsaðir þýðir það að allt er ofurskítugt og aldrei hreinsað“

Flestir veitingastaðir leggja áherslu á hreinlæti. Á mörgum veitingastöðum þurfa starfsmenn að þrífa matseðlana.

„Fylgstu með þjónustufólkinu. Ef meirihluti þeirra virðist óánægður eða í uppnámi, þá eru hlutirnir líklega ekki frábærir á staðnum. Þeim er sennilega sama um matinn þinn ef eigandanum er sama um þá.“

Nokkrir ráðlögðu gestum að að fylgjast með samskiptum starfsmanna. „Stórt rautt flagg væri að sjá stjórnanda eða eiganda skamma eða misbjóða starfsmanni fyrir framan gestina.“

Hugsunin á bak við þetta er sú að starfsmenn sem eru óánægðir hafa tilhneigingu til að hugsa ekki eins mikið um starf sitt og leggja sig þar af leiðandi ekki fram við að fylgja reglum um meðferð matvæla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?