fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Matur

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hard Rock Cafe í Reykjavík býður gestum um þessar mundir upp á fimm nýja og gómsæta hamborgara á matseðlinum í tilefni af World Burger Tour keppni veitingahúsakeðjunnar sem hófst síðastliðinn föstudag.

Hamborgararnir nýju koma frá ýmsum heimshornum meðal annars Indlandi, Nepal og Brasilíu. Það er því tilvalið fyrir þá sem elska góða hamborgara og vilja prófa eitthvað nýtt og framandi að skella sér á Hard Rock og kitla bragðlaukana.

Hard Rock veitingahúsakeðjan heldur reglulega World Burger Tour þar sem Hard Rock keðjur í hverju ríki senda inn hamborgara og keppa um besta borgarann.

Alls tóku rúmlega 150 Hard Rock staðir víðs vegar um heiminn þátt og sendu inn hamborgara í keppnina. Þeir fimm hamborgarar sem voru söluhæstir á öllum Hard Rock stöðum í heiminum voru valdir til að fara á matseðil Hard Rock um allan heim.  

Borgararnir fimm sem gestir Hard Rock Cafe geta gætt sér á til 2. september eru eftirfarandi:

  • Bengaluru Burger: Kemur frá matreiðslumeisturum Hard Rock Cafe í Bengaluru í Indlandi
  • Bucharest Burger: Kemur frá matreiðslumeisturum Hard Rock Cafe í Búkarest í Rúmeníu.
  • Gramado Burger: Kemur frá matreiðslumeisturum Hard Rock Cafe í Gramado í Brasilíu.
  • Kathmandu Burger: Kemur frá matreiðslumeisturum Hard Rock Cafe í Kathmandu í Nepal.
  • Pittsburgh Burger: Kemur frá matreiðslumeisturum Hard Rock Cafe í Pittsburgh í Bandaríkjunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?