fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Skálin opnar í Hagkaup Skeifunni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. maí 2024 10:27

Mynd: Silja Rut Thorlacius

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagkaup hefur opnað skálastaðinn Skálina í Hagkaup Skeifunni. Á Skálinni er boðið upp á skálar úr skyr-, jógúrt-, hafrajógúrt- og acaí-grunni, sem fólk getur síðan toppað með ferskum ávöxtum, stökku granóla, hnetusmjöri og ýmiss konar fleira góðgæti að eigin vali. Þar ættu því allir að geta fundið grunn við hæfi og toppað hann með eins miklu góðgæti og þeir vilja, til að setja saman sína uppáhalds skál, eins og segir í fréttatilkynningu.

Ein nýbreytnin sem einkennir Skálina er að skyr- og jógúrtgrunnarnir eru kældir í ísvél, sem veltir hráefninu hring eftir hring áður en skálin er sett saman. Fyrir vikið verða skyr- og jógúrtgrunnarnir ekki eins þungir í maga og búast mætti við ef þeir væru kældir í hefðbundnum kæli áður en skammtarnir eru útbúnir og áferðin öll léttari, ekki ósvipuð rjómaís.

Mynd: Silja Rut Thorlacius

Það má því segja að þarna sameinist tvennt sem þjóðin hefur haldið upp á lengur en elstu menn muna: skyr og ís. „Rétt eins og skyrið hefur alla tíð verið stór hluti af matarmenningu Íslendinga, þá elskum við öll að fá okkur ís. Þegar þessi hugmynd fæddist, að setja skyr í ísvél og sjá hvað myndi gerast, þá eðlilega urðu allir mjög spenntir. Útkoman er síðan framar okkar björtustu vonum, skyrið verður dálítið eins og rjómaís og þetta kemur mjög vel út, enda hafa fyrstu dagarnir verið ævintýralegir. Viðskiptavinir okkar elska þessa nýjung, alveg eins og við, “ segir Karolina Aleksandra Styrna, aðstoðarverslunarstjóri Hagkaups í Skeifunni.

„Það er líka gaman að geta boðið fólki að setja saman sína eigin skál og fá eins mikið út á hana og það vill, frekar en að vera með fyrirfram ákveðinn matseðil. Við finnum að það hefur mælst mjög vel fyrir þessa fyrstu daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“