fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Matur

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska heimilisgyðjan Martha Stewart lætur sér fátt óviðkomandi þegar kemur að rekstri heimilisins, matarinnkaup eru þar með talin. Nýlega spurði hún fjölmarga fylgjendur sína á samfélagsmiðlum: „Siðaregluspurning: Hvað vilt þú að aðrir geri eða geri ekki í matvöruversluninni? 

Um 1400 athugasemdir voru skrifaðar við færsluna og nú hefur Stewart birt lista yfir 10 siðareglur sem við ættum flest að fylgja þegar við förum að versla í matinn. Lestu yfir dæmin hér fyrir neðan, hversu mörg þeirra kannast þú við?

Hér eins og annars staðar er rétt að sýna öðrum almenna kurteisi.

Umferðarteppur

Allt frá kerrum sem er illa lagt til hlaupandi barna þá eru þetta aðstæður sem geta orðið til að  stífla verslunarganga og trufla aðra kaupendur.

Að láta börnin hlaupa um

Aðstæður: Sumar fjölskyldur fara saman í matarinnkaupin, sem er góð hugmynd þar sem allir fá að koma að þeirri eilífu ákvörðun um hvað eigi að vera í kvöldmat, versla nesti, drykki og svo framvegis. En að taka allan barnaskarann með og sleppa honum svo lausum í búðinni er ekki góð hugmynd, og kallar á skemmdar vörur, læti og truflun fyrir aðra.

Lausn: Hafðu taumhald á börnunum og hafðu í huga að aðrir kaupendur eru líka að reyna að komast um verslunina.

Að blokka ganginn með kerrunni

Aðstæður: Þegar þú leggur kerrunni þinni í miðjum gangi eða við hliðina á vörustandi þá blokkar það umferð annarra viðskiptavina. og skapar stórmarkaðsútgáfu af töfrandi umferð. Og það sem er enn meira pirrandi, þegar þú skilur kerruna eftir þannig að aðrir viðskiptavinir þurfa að smeygja sér framhjá henni.

Lausn: Færðu kerruna til hægri eða vinstri á ganginum, eins og þú værir að leggja bíl.

Mynd: Getty

Að standa í miðjum gangi

Aðstæður: Sama og með kerruna, ekki standa kyrr í lengri tíma í miðjum ganginum, til dæmis í hrókasamræðum við vin, það kemur í veg fyrir að aðrir viðskiptavinir komist með kerruna sína um ganginn.

Lausn: Sama og með kerruna, stattu til hliðar í ganginum. 

Heilsa og öryggi

Eru ekki allir með það á hreinu að reyna að halda matarinnkaupum hreinum og öruggum?

Að setja hundinn þinn (eða annað gæludýr) í kerruna

Aðstæður: Ekki koma með gæludýrið þitt inn í búðina, nema það sé þjónustudýr. Matvörukerran er ætluð fyrir varning, ekki loðna vini mannsins. Slef og úrgangur dýra er ekki góð blanda við matvöru.

Lausn: Skildu gæludýrið eftir heima eða í bílnum meðan þú sinnir matarinnkaupunum.

Smakk á matvöru

Aðstæður: Sumir viðskiptavinir virðast líta svo á matvaran sé ókeypis, allt frá því að grípa sælgæti úr nammibarnum, raða upp í sig vínberjum eða opna box með matvöru. Að mati Stewart er þetta argasti dónaskapur, og einnig sóðalegt og óhollt.

Lausn: Varstu löngunina til að narta, nema verslunin sé að bjóða upp á smakk. Ekki fara svangur í búðina.

Of mikið ilmvatn/rakspíri

Aðstæður: Hér eins og annars staðar þar sem fólk kemur saman ætti að varast að baða sig úr ilmvatni eða rakpíra.

Lausn: Muna að minna er betra en meira.

Að skila ekki vöru aftur á sinn stað

Aðstæður: Stundum áttarðu þig á því í miðri búðinni að þig vantaði ekki egg og beikon, eða þú hefur ekki tíma til að elda steikina og vilt hætta við að versla viðkomandi vöru. Besta lausnin er að skila vörunni aftur á sinn stað, en í fullri verslun er það stundum vandasamt. Ekki skilja ferskvöru eða frystivöru eftir í snyrtivörudeildinni eða öfugt. 

Lausn: Ef þú ræður ekki við að skila vöru aftur á sinn stað réttu hana einfaldlega starfsmanni á kassa og segðu að þú ætlir ekki að kaupa viðkomandi vöru.

Grundvallar kurteisisvenjur

Vertu ábyrgur kaupandi og taktu tillit til annarra þegar þú ert í búðinni.

Talað í síma

Staða: Það er tími og staður fyrir símtöl, og sérstaklega símtöl á hátalara. Það nennir enginn í búðinni að hlusta á persónuleg símtöl þín. 

Lausn: Í stað þess að varpa persónulegu spjalli þínu yfir aðra, slepptu því einfaldlega að hringja eða svara, og hringdu símtalið þegar þú ert kominn út úr búðinni.

Að vera með fullt af vörum á hraðkassa

Aðstæður: Að mæta með fulla körfu á hraðkassa er einfaldlega dónaskapur.

Lausn: Ef þú ert allt í einu á hraðferð þegar kemur að kassanum þá er spurning um að versla á tíma sem minna er að gera í búðinni eða sleppa því að spjalla við kunningja í búðinni. Sjálfsafgreiðslukassinn er líklega lausnin líka fyrir þig.

Að sleppa almennri kurteisi

Aðstæður: Stundum er nánast ómögulegt að komast um nema þurfa að teygja sig framhjá öðrum kaupanda. Þá er lag að rifja upp orðin afsakið og takk fyrir.

Lausn: Æfingin skapar meistarann. Þessi fáu kurteisisorð fara langt í að sýna öðrum almenna kurteisi og þú gætir jafnvel fengið bros eða vinsamleg orð tilbaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum