fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Matur

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. apríl 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matgæðingar miklir starfa á ritstjórn DV og saknar margir starfsmenn þess að vera ekki lengur í mekka matarmenningarinnar í miðbæ Reykjavíkur.

Til að slá á söknuðinn þá fylgjumst við með lista Tripadvisor, sem DV hefur reyndar gert í mörg ár, þegar kemur að veitingastöðum borgarinnar. Í júní í fyrra tókum við síðast saman lista yfir þá tíu bestu og langaði okkur því að kanna svona í lok páska hvaða staðir væru enn á topp tíu listanum. 

Svona leit listinn út 10. júní 2023:

  1. Arabian Taste – Laugavegi 87 
  2. Himalayan Spice – Geirsgata 3 
  3. Mama Reykjavík – Laugavegi 2 
  4. Reykjavík Kitchen – Rauðarárstíg 8 
  5. Old Iceland Restaurant – Laugavegi 72 
  6.  Lóa Restaurant – Laugavegi 95-99 
  7.  Fiskfélagið – Vesturgötu 2a 
  8.  101 Reykjavík Street Food – Skólavörðustígur 8
  9. Fish & Co – Frakkastíg 25 
  10. Lamb Street Food – Grandagarður 7 

Aðeins einn af stöðunum, sá í tíunda sæti, var nýr á listanum frá 19. nóvember 2022.

Sjá einnig: Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Nær allir bera erlent heiti

Þó að íslendingar notist að virðist ekki mikið við Tripadvisor þegar þeir ákveða hvar eigi að borða, þá nota fjölmargir ferðamenn vefinn Tripadvisor á ferðalögum sínum til að finna meðmæli með veitingastöðum, stöðum sem vert er að skoða og upplifunum, í þeirri borg eða landi sem þeir eru staddir hverju sinni.

Notendur geta gefið einkunnir og umsagnir og þannig raðast veitingastaðir og staðir upp í röð eftir einkunnunum. Það getur því skipt veitingastaði töluverðu máli að vera ofarlega á listanum og slæmar umsagnir, þó þær séu fáar, geta lækkað einkunnina verulega.

Skoðum hvaða 10 veitingastaðir í Reykjavík eru efstir á listanum í dag.

  1. Arabian Taste – Laugavegi 87 (heldur 1. sæti)
  2. Himalayan Spice – Geirsgata 3 (heldur 2. sæti)
  3. Reykjavík Kitchen – Rauðarárstíg 8 (var áður í 4. sæti)
  4. Mama Reykjavík – Laugavegi 2 (var áður í 3. sæti)
  5. Old Iceland Restaurant – Laugavegi 72 (heldur 5. sæti)
  6. Kasbah Cafe Reykjavik – Geirsgata 7b (nýr á lista)
  7.  Lóa Restaurant – Laugavegi 95-99 (var áður í 6. sæti)
  8. Viet Noodles – Grandagarður 9 (nýr á lista)
  9.  Fiskfélagið – Vesturgötu 2a (var áður í 7. sæti)
  10. Lamb Street Food – Grandagarður 7 (heldur 10. sæti)

Veitingastaðirnir 101 Reykjavík Street Food – Skólavörðustígur 8 og Fish & Co – Frakkastíg 25, voru í 9. og 10. sæti listans í júní í fyrra. Sá fyrrnefndi er kominn í 22. sæti og sá síðarnefndi er lokaður. 

Arabískur skyndibiti heldur toppsætinu

Veitingastaðurinn Arabian Taste, sem býður upp á sýrlenskan og arabískan skyndibita eins shawarma, falafel og döner-kebab, heldur toppsætinu. Staðurinn opnaði í ársbyrjun 2022 á Laugavegi 87 og hefur hann slegið í gegn bæði hjá erlendum ferðamönnum sem flestir fara um Laugaveginn og einnig hjá heimamönnum. Samandregið þykir maturinn vera afar bragðgóður, gerður úr gæðahráefnum og þá þykir verðlagið afar hagstætt.

Staðurinn er með 767 umsagnir, þar af 669 sem gefa fimm stig. Sex umsagnir gefa staðnum hræðilega umsögn (e. terrible) eða lélega umsögn (e. poor). Snúa þær umsagnir meðal annars að lélegri þjónustu, rangri pöntun, að eigandi staðarins hafi lagt ítrekað til að viðskiptavinurinn pantaði annað en hann ætlaði sér og að hurðin inn á staðinn stæði opin. Staðurinn þykir bjóða upp á góðan mat á góðu verði, vingjarnlegt starfsfólk og góða þjónustu.

Eini staðurinn með nepalska matargerð

Í öðru sæti er nepalski veitingastaðurinn Himalayan Spice, sem opnaði árið 2018. Staðurinn er sá eini í höfuðborginni sem býður upp á nepalska matargerð og þar má meðal annars fá einn vinsælasta disk Nepals, Dumplings. Matseðillinn er fjölbreyttur og meðal annars hægt að fá lamb, tígrisrækjur, kjúkling, fisk og ýmsa grænmetisrétti, svo eitthvað sé upp talið. 714 umsagnir um staðinn eru flestar afar lofsamlegar, alls 625, og segir einn umsagnaraðili „besti maturinn í ferðinni.“ Fimm umsagnir gefa staðnum lélega eða hræðilega einkunn, snúa þær að því að verðið sé hátt, skammtarnir litlir og  þjónustan hæg. Einn kvartar yfir að eftir að hann greiddi reikninginn og var kominn út hafi eigandinn hlaupið á eftir honum þar sem viðskiptavinurinn hafi ekki greitt rétt, var hann rukkaður um 150 krónur til viðbótar og segir viðskiptavinurinn að þetta hafi alveg eyðilagt gott kvöld, sjálfur sé hann í viðskiptum og myndi aldrei haga sér svona.

Fjölskyldurekinn staður fer upp um eitt sæti

Fjölskyldurekni veitingastaðurinn Reykjavík Kitchen á Rauðarárstíg 8 fer upp um eitt sæti á listanum. Staðurinn er einn af fáum á listanum sem telst bjóða upp á „fine dining“. Staðurinn opnaði í september 2018 og er að hluta í eigu sömu fjölskyldu og rekur Old Iceland sem er í 5. sæti listans. Eins og nafnið bendir til þá býður staðurinn upp á hefðbundinn íslenskan mat og íslenskt hráefni. Á matseðlinum er kjötsúpa, sjávarréttarsúpa, þorskur, lax, lamb og naut svo aðeins fátt sé talið. Umsagnir eru 1380 og nær allar lofsamlegar. 14 umsagnir gefa lélega eða hræðilega einkunn og snúa þær að lélegri þjónustu, bið eftir borði og það jafnvel þó að fólk hafi átt borð pantað, vatnið hafi ekki verið ferskt, og ein segist hafa fengið matareitrun eftir að hafa borðað á staðnum.

Allir staðirnir þrír eiga það sameiginlegt að eigendur staðanna eru duglegir að svara athugasemdum viðskiptavina, bæði þeim góðu og þeim slæmu.

Marókósk matargerð ný á lista

Kasbah Cafe Reykjavík, Geirsgötu 7b, er nýr á lista og er í 6. sæti. Staðurinn opnaði í júní árið 2019 og er  eini marokkóski veitingastaðurinn í Reykjavík. Staðurinn er nefndur í höfuðið á kasbah, sem er samheiti yfir virki í kringum borgir í Marokkó og stemningin er næstum eins og að koma inn í marokkóska borg. Allir innviðir eru hannaðir af Hafsteini og Karítas hjá Haf Studio og handgert úti í Marokkó fyrir staðinn og kallast litirnir inni á staðnum á við hin mikilfenglegu Kasbah-virki. Marokkóskir réttir eru mikið til eldaðir í sérstökum leirpottum sem kallast tagine. Þá er kjöt og grænmeti hægeldað og látið malla í eigin safa með alls konar framandi kryddum. Þjóðarréttur Marokkóbúa er svo kúskús og ásamt tagine-réttum eru kúskús-réttir á matseðlinum.

Staðurinn er með 169 umsagnir, og aðeins tvær þeirra segja staðinn hræðilegan, sökum þess að viðskiptavinir fengu ekki svör sem þeir vildu frá eigandanum og að maturinn hafi verið upphitaður.

Víetnamskur staður sagður skyldustopp

Vietnoodles, Grandagarði 9, er annar veitingastaður sem er nýr á listanum frá því DV tók listann saman síðast. Staðurinn opnaði í júlí árið 2020 og býður upp á ekta víetnamskan mat.

Víetnamskur matur er þekktur um allan heim fyrir að vera fitusnauður, vítamínríkur og heilsusamlegur. Hann inniheldur mikið af jurtum og kryddum sem gerir hann fjölbreyttan.

Staðurinn er með 146 umsagnir, og fimm þeirra segja staðinn lélegan eða hræðilegan, þar sem biðin hafi verið löng, staðurinn sé ekki heppilegur fyrir grænmetisætur, og maturinn hafi valdið vonbrigðum. Á meðal góðra umsagna þá segir einn viðskiptavinur staðinn besta víetnamska staðinn í bænum og margir segja staðinn skyldustopp. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum