fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Matur

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. desember 2024 10:30

Hangikjöt, uppstúfur og kartöflur á jóladag þykir hið mesta hnossgæti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt eiga matarvenjur Norðurlandabúa um jólin sameiginlegt. Það er að ekki á að spara neitt í mat og drykk. Það á að vera nóg að borða og drekka fyrir alla og á borðum á að vera feitmeti, drykkjarföng og mikið af sælgæti.

Hér landi er löng hefð fyrir að borða og drekka mikið um jólin og er þá ekki átt við áfenga drykki. Hangikjöt er án efa sá matur sem er á borðum flestra Íslendinga um jólin og mörgum þykir ekki skemma fyrir ef það er borið fram með uppstúf, kartöflum og grænum baunum. Rjúpur þykja sumum ómissandi á jólamatseðlinum og aðrir borða hreindýrakjöt, kalkún eða reykt svínakjöt. En eins og flest þá þróast matarvenjurnar og á síðari árum hefur orðið algengara að fólk prófi nýja rétti á þessum árstíma sem er annars fast tengdur við hefðir og venjur.

Þorláksmessa er auðvitað alveg sér á báti en þá kjósa margir að snæða kæsta skötu með tilheyrandi meðlæti. Líklega má telja skötuna með sem jólamat enda finnst mörgum hún algjörlega ómissandi á Þorláksmessu og finnst jólin ekki koma fyrr en vel kæst skata er komin á borð.

Purusteik er vinsæl í Noregi. Mynd:Wikimedia Commons

Í Noregi eru matarvenjurnar mismunandi á milli landshluta. Svínakjöt er vinsælt hjá sumum og þá sérstaklega purusteik. Með henni bjóða sumir upp á jólapylsu. Lambakjöt er á borðum hjá sumum og með því er oft boðið upp á ákveðnar pylsutegundir. Enn aðrir vilja soðinn þorsk, lútfisk eða þurrkaðan fisk en oft er síðan boðið upp á svína- eða lambakjöt þar á eftir.

Í Svíþjóð er hefð fyrir hlaðborði á aðfangadag. Það prýða heitir og kaldir réttir. Á því er oft jólaskinka, pylsur, kjötbollur (hvað er sænskara en kjötbollur?), síld, reyktur lax, grafinn lax, áll, ostar og fleira góðgæti. Jólaskinkan er nánast skylda á hverju hlaðborði og lútfiskur er einnig vinsæll.

Girnileg jólaskinka.

 

 

 

 

 

Á dönskum heimilum eru mestar líkur á að purusteik sé á borðum á aðfangadag en endur og gæsir eru einnig vinsæll jólamatur. Brúnaðar kartöflur þykja nánast ómissandi með þessari mikilvægu máltíð.

Lútfiskur þykir ómissandi að margra mati.

Finnar eru hrifnastir af reyktu svínakjöti á aðfangadag og er það oft borið fram með soðnum grænum baunum auk annars grænmetis. Einnig er vinsælt að vera með hlaðborð í ætt við það sem frændfólkið í Svíþjóð er með. Rauðrófusalat, sveppasalat, síld, grafinn lax, kavíar og kæfur prýða það yfirleitt auk svínakjöts, hrísgrjónagrauts og lútfisks. Kalkúnn hefur síðan sótt í sig veðrið á undanförnum árum sem jólamatur hjá ættingjum okkar í Finnlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn