fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Matur

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur íslensku brauðtertunnar er í dag. Brauðtertan hefur vitaskuld verið órjúfanlegur hluti af okkar menningu um árabil, eiginlegur þjóðarréttur og fastagestur í öllum góðum veislum en héðan í frá er 13. nóvember hampað sem Degi íslensku brauðtertunnar, en þetta er sama dagsetning og í Svíþjóð þar sem haldið er upp á Smörgåstårtans dag.

Íslandsmótið í brauðtertugerð fór fram í sumar, bæði í Reykjavík og á Akureyri, og þótti mótið takast mjög vel enda úrval keppnisterta fjölbreytt. Í dag var svo tilkynnt um hver það eru sem stóðu upp úr í þessari þjóðlegu keppni. Verðlaunaafhendingin fór fram í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík fyrr í dag þar sem gestum og gangandi gafst kostur á að gæða sér á afbragðs brauðtertum sem nemendur skólans höfðu gert. Útgáfu Stóru brauðtertubókarinnar var fagnað samhliða, en uppskriftir að verðlaunatertunum frá Íslandsmótinu er einmitt að finna í bókinni ásamt fjölda annarra girnilegra uppskrifta. 

Teymið á bak við Stóru brauðtertubókina: Karl Petersson matarljósmyndari, Friðvik V. Hraunfjörð yfirkokkur, Anna Margrét Marinósdóttir Sögur útgáfa, Helga Gerður Magnúsdóttir grafískur hönnuður, Tómas Hermannsson Sögur útgáfa og Erla Hlynsdóttir formaður Brauðtertufélags Erlu og Erlu.

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans og Guðrún Sigurgeirsdóttir matreiðslukennari skólans

Verðlaunahafar eru: 

Íslandsmeistarar: Guðmundur Kristinsson og tengdamóðir hans Svala Sveinbergsdóttir sem gerðu dásamlega fallega, bragðgóða og haganlega skreytta rækjutertu (Brauðterta purpurarrósarinnar)

Guðmundur Kristinsson

Fallegasta brauðtertan: Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir fyrir himneska hangikjötstertu með skonsum (brauðterta skonsumeistarans)

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir

Besta kampavínspörunin; Ingimar Flóvent Marinósson fyrir margskala túnfisktertu (brauðterta bakaradrengsins)

Ingimar Flóvent Marinósson

Frumlegasta brauðtertan: Berglind Ellý Jónsdóttir fyrir róttæka rækju- og ritzkextertu (brauðterta úr Hálsaskógi)

Bragðbesta brauðtertan: Magnús Ingi Björgvinsson fyrir ljúffenga rækjutertu (brauðterta hversdagshetjunnar)

Nemendur Hússtjórnarskólans sáu um veisluna í dag. Þær eru:
Karen Birta Grétarsdóttir (aðeins úr mynd), Sóldís Jóna Sigurðardóttir, Birna Mjöll Jónsdóttir, Aníta S. Kristinsdóttir og Ásta Björk Ágústsdóttir (báðar á bak við Kristján Frey), Karen Sól Káradóttir og. Maríanna Björt Sigurlinnadóttir. Kristján Freyr Halldórsson fremstur með uppskriftabókina nýju.
Ragnar Freyr Ingvarsson, lyf- og gigtarlæknir, og framkvæmdastjóri Gigtarmiðstöðvar Ísland, á uppskrift í bókinni og er hér fremstur í röð spenntra gesta að smakka á kræsingunum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar

Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri Aldrei fór ég suður og Ragnar mögulega að skiptast á uppskriftum

Teymið á bak við Stóru brauðtertubókina: Karl Petersson matarljósmyndari, Friðvik V. Hraunfjörð yfirkokkur, Anna Margrét Marinósdóttir Sögur útgáfa, Helga Gerður Magnúsdóttir grafískur hönnuður, Tómas Hermannsson Sögur útgáfa og Erla Hlynsdóttir formaður Brauðtertufélags Erlu og Erlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum