fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Matur

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 6. október 2024 13:00

Myndin var birt í grúbbunni Gamaldags matur. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáar ef nokkrar íslenskar grúbbur á Facebook eru jafn líflegar og virkar og grúbban Gamaldags matur. En þar er skeggrætt um mat sem var vinsæll á borðum Íslendinga á árum, áratugum og jafn vel öldum áður.

Nýting Íslendinga á kroppi sauðkindarinnar er fáum takmörkunum háð. Kemur það hvað best í ljós á þorrablótum. En einn hluta af kindinni hafa fáir af yngri kynslóðinni smakkað. Það eru vélindun.

„Soðin vélindu alveg hroðalega GÓÐ. Aukaafurð sem er vannýtt,“ segir færsluhöfundur í grúbbunni í vikunni og birtir ljósmynd af fati fullu af vélindum.

Hefur færslan fengið alveg gríðarlega góð og að mestu jákvæð viðbrögð, bæði í lækum og athugasemdum. En einnig neikvæð.

Betra en Nóa konfekt

„Namm sakna þessa sælgætis,“ segir ein kona í athugasemdakerfinu. „Þetta gerði mamma mín þegar ég var krakki hún fyllti vélinda með kjöti, þínum og hálsæðum og batt fyrir, og sauð.. .. herramannsmatur,“ segir önnur.

„Veltum slögum upp úr grófu salti settum inn í vélindum síðan var þetta soðið algjört sælgæti,“ segir enn önnur. „Þetta voru mínar pylsur geggjað gott. Og auðvitað súrar!,“ sú fjórða.

Einn karlmaður gengur svo langt að fullyrða að soðin vélindu séu betri en Nóa konfekt.

Aðrir eru forvitnir og fordómalausir um þennan mat. „Þetta verð ég að smakka,“ segir ein kona. Annar spyr hvar sé hægt að kaupa súr vélindu, súrmetið sé í miklu uppáhaldi, en fær þau svör að líklega sé hvergi hægt að kaupa þetta í verslun.

Ekki allir sannfærðir

Sumir eru þó ekki sannfærðir. Enda myndin og tilhugsunin um að tyggja á vélindum kannski ekki sú lystugasta fyrir alla.

„Almáttugur ekki finnst mér þetta lystugt,“ segir ein kona. „Þetta getur ekki verið gott. Alls ekki,“ segir maður en fær svör um að þetta sé víst gott. Það eigi að smakka mat áður en fullyrt sé að hann sé ekki góður.

„Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu,“ segir ein kona sem virðist ekki hrifin af vélindum.

Borðað á Vestfjörðum

Aðrir velta því fyrir sér hvaðan af landinu það sé komið að borða vélindu. Er rædd um að þessi siður hafi tíðkast á Vestfjörðum en ekki Norðurlandi.

„Er að vestan og borðaði þetta sem krakki – að vísu alin upp hjá ömmu sem var fædd 1911 og það var nánast allt nýtt og etið,“ segir ein kona.

Annar Vestfirðingur tekur undir þetta. „Er borinn og barnfæddur Vestfirðingur, og ólst upp við að þetta væri borðað þar. Fyllt með slögum, soðið og súrsað. Algjört sælgæti,“ segir hann.

Virðast vélindu hafa verið borðuð til dæmis á Bolungarvík og Ísafirði. „Mín kona var Bolvíkingur og. Þetta var hátíðar matur hjá henni,“ segir einn maður. „Ég fékk nýsoðin vélindu hjá föðurömmu minni á Ísafirði um 1960 og þau eru ógleymanleg. Þau voru fyllt með lundum. Mamma var á húsmæðraskóla á Laugalandi í Eyjafirði um 1950 og í bréfi biður hún móðurömmu mína (á Ísafirði) að senda sér uppskrift að vélindum því að þetta þekkist ekki fyrir norðan og kennararnir séu forvitnir um hvernig þau bragðist,“ segir kona.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum