Það er gömul saga og ný að það getur verið skemmtilegt að fá sér í glas og sletta úr klaufunum en að sama skapi getur dagurinn eftir orðið strembinn.
Sá matur sem fólk innbyrðir áður en gleðin hefst getur skipt talsverðu máli og hér að neðan eru dæmi um fimm fæðutegundir sem geta hjálpað til að gera morgundaginn bærilegri.
Lax
Lax er ríkur af omega-3 fitusýrum og próteini. Sumir telja að þessar fitusýrur minnki þau slæmu áhrif sem áfengi getur haft á líkamann og þá tefji próteinið upptöku alkóhólsins í gegnum meltingarveginn.
Egg eru holl og seðjandi sem getur skipt máli. Eins og með laxinn þá eru þau rík af próteini sem getur tafið upptöku alkóhóls í meltingarveginum og þá eru þau það saðsöm að líkurnar á óhóflegu áti, knúið af áfengisgræðgi, eftir djammið.
Bananar
Bananar eru uppfullir af trefjum sem tefja líka fyrir upptöku áfengis í gegnum meltingarveginn. Þá eru þeir einnig stútfullir af kalíum sem er eitt af þeim steinefnum sem helst tapast í sukkinu.
Hafrar
Hafrar eru bráðhollir en í þeim er mikið magn af trefjum og próteini sem, eins og lesendur eru farnir að þekkja, tefur fyrir upptöku áfengis í gegnum meltingarveginn. Þá innihalda þeir magnesíum, selen og járn sem að getur stuðlað að betri virkni lifrarinnar sem er jú undir álagi á meðan áfengisneyslu stendur.
Ber
Ýmis ber, eins og jarðaber, bláber og brómber, eru stútfull af andoxunarefnum, vítamínum og trefjum sem hafa jákvæð áhrif á líkamann í baráttunni við áfengið. Þá eru þau með hátt hlutfall vatns sem hjálpar til við að passa upp á að við ofþornum ekki á djamminu.