fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Matur

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. febrúar 2024 09:30

Elenora Rós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besti dagur ársins er framundan, sjálfur bolludagurinn á mánudag! Þessi uppskrift kemur úr smiðju bökunardrottningarinnar Elenoru Rós og er ein af mörgum úr samstarfi hennar og Freyju. 

Vatnsdeigsbollur

150 ml mjólk
150 ml vatn
255 g smjör
5 g sykur
5 g salt
225 hveiti
6-7 egg

  1. Hitið mjólk, vatn, smjör, sykur og salt saman í potti við vægan hita þar til blandan hefur náð suðu og allt smjörið er bráðnað.
  2. Bætið næst hveitinu út í og ristið massann þar til blandan losnar frá hliðum pottsinns og myndar smá filmu á botninum. Þetta tekur yfirleitt um 6-8 mínútur.
  3. Setjið massann í hrærivél og hrærið þar til hitinn er farinn úr deiginu.
  4. Næst er eggjunum bætt saman við einu í einu og hrært vel á milli.
  5. Næst er deiginu sprautað á plötu og bollurnar bakaðar við 170*C í 25-30 mínútur.

Hindberja compote

200 g hindber
25 g sykur
1 stk sítróna
30 g vatn

  1. Setjið hindber, sykur, safann úr einni sítrónu og vatn saman í pott og hitið upp að suðu.
  2. Leyfið blöndunni að sjóða í nokkrar mínútur þar til blandan fer að þykjast.
  3. Takið af hitanum og sigtið blönduna til að aðskilja fræin.
  4. Setjið í ílát og geymið í allt að 2 vikur.

Lakkrískaramella

200 g sykur
85 g smjör
120 ml rjómi
1 tsk lakkrísduft

  1. Hitið sykurinn á vægum hita þar til hann verður gullinbrúnn. Hrærið stanslaust í sykrinum a meðan þið eruð að hita hann.
  2. Bætið næst smjörinu saman við.
  3. Næst fer rjóminn út á og hrært vel og fallega saman. Leyfið karamellunni að sjóða í 2-3 mínútur.
  4. Takið af hellunni og bætið lakkrísduftinu saman við.

Súkkulaðirjómi

100 g Freyju suðusúkkulaði
500 g rjómi

  1. Hitið rjómann upp að suðu.
  2. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið saman.
  3. Setjið á kæli og leyfið blöndunni að kólna vel.
  4. Þeytið eins og þeyttan rjóma.

Samsetning

Freyju Sterk Djúpu kurl

  1. Skerið bollurnar í tvennt.
  2. Setjið lakkrískaramellu í botninn.
  3. Setjið næst hindberja compote á bolluna.
  4. Að lokum er súkkulaðirjómanum sprautað á bolluna og sterku djúpu kurli dreift yfir eftir smekk.
  5. Setjið lokið á bolluna og njótið!

Athugið: Bollan í uppskriftinni er ekki rauð á litinn eins og á myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum