Þessi mexíkóska pizza er bæði bragðgóð og fljótleg í gerð.
Uppskrift fyrir 2-3.
1. Látið olíu á pönnu og steikið nautahakk, bætið taco kryddinu saman við ásamt 2dl af vatni, látið malla þar til vökvinn er að mestu gufaður upp.
2. Fletjið út pizzadeigið og setjið salsasósu á botninn, Látið síðan nautahakk yfir salsasósuna, síðan tómata og rifinn ost (má líka nota ólífur).
3. Bakið í ofni við 200°c í um 20-30 mínútur (Athugið að fylgja eldunartíma sem stendur á pizzadeiginu og fylgist með lit á osti.)