fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Ómótstæðilega góð ostapitsa úr smiðju Berglindar

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 7. mars 2023 10:19

Hér er á ferðinni ómótstæðilega góð ostapitsa beint úr smiðju Berglindar Hreiðars. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ostapitsur slá ávallt í gegn og eru góð tilbreyting frá klassískri pitsu. Hér er á ferðinni pitsa með rjómaosti, 4 osta blöndu, mozzarellakúlum og karamellíseruðum lauk, beint úr smiðju Berglindar Hreiðars sem heldur úti matarblogginu Gotterí og gersemar. Þetta er glæný uppskrift og var að fara í loftið hjá Berglindi. Berglind segir jafnframt að mögulega sé þessi pitsa eins sú besta sem hún hefur prófað. Nú er bara að prófa og sjá hvað ykkur finnst.

Ostaveisla

Uppskrift fyrir fjórar 12 tommu pitsur

Pitsadeig

950 g hveiti

600 ml volgt vatn

1 þurrgers bréf (11,8g)

4 msk. ólífuolía

Setjið þurrefnin í hrærivélarskál og festið krókinn á (þetta deig má einnig hnoða saman í höndunum en þá þarf að gera stóra holu í þurrefnahrúguna og blanda vatni og olíu saman við í nokkrum skömmtum). Blandið þurrefnunum saman og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur. Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um eina klukkustund. Skiptið niður í 4 hluta, setjið álegg á hvern botn og bakið við 220°C í um 13-15 mínútur.

Karamellíseraður laukur

4 stórir laukar

80 g smjör

2 tsk. salt

6 msk. sykur

Steikið laukinn við meðalháan hita upp úr smjörinu þar til hann mýkist. Saltið og sykrið og steikið áfram við lágan hita þar til laukurinn fer aðeins að brúnast og karamellíserast, slökkvið þá á hellunni og látið laukinn standa þar til hann fer á pitsuna.

Annað hráefni og samsetning

400 g rjómaostur frá Gott í matinn (við stofuhita)

Oreganó krydd

1 ½ poki 4 osta blanda frá Gott í matinn

1 ½ + 2 dósir Mozzarellaperlur frá Gott í matinn

Klettasalat (1 poki)

Furuhnetur

12 sneiðar hráskinka

Smá sítrónusafi

Gróft salt

Góð ólífuolía

Balsamikgljái

Smyrjið rjómaosti yfir hvern botn og stráið vel af oreganó yfir. Skiptið næst lauknum á milli botnanna og dreifið vel úr. Stráið þá 4 osta blöndu yfir allt og um 20 mozzarellaperlum á hverja pitsu. Bakið við 220°C í um 15 mínútur og takið úr ofninum þegar kantarnir eru orðnir vel gylltir. Toppið með klettasalati, furuhnetum, hráskinku, sítrónusafa, ólífuolíu, balsamikgljáa og grófu salti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum