fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Matur

Girnilegur og ofurhollur grautur með skemmtilegu tvisti

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 6. mars 2023 10:54

Uppáhalds grauturinn hennar Margrétar er hinn girnilegasti og skemmtilega útfærður með tvisti sem kitlar bragðlaukana. DV/ANTON BRINK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upphafi nýrrar viku er ávallt gott að byrja á góðum og hollum graut sem dugar vel út daginn. Í upphafi árs deildi Margrét Leifsdóttir arkitekt og heilsumarkþjálfi með lesendum Fréttablaðsins uppskriftinni af sínum uppáhalds graut sem henni finnst mjög gott að byrja daginn á. Við á matarvefnum getum vel mælt með þessum graut enda er hann með eindæmum góður. Hann er útfærður á skemmtilegan hátt með tvisti sem kitlar bragðlaukana.

Uppáhalds grautur Margrétar

Grautarmix

2 dl hafrar

1 dl hempfræ

½ dl chia fræ

½ tsk. kanill

½ tsk. sjávarsalt

½ tsk. malaðar kardimommur

Þetta á ég í krukku tilbúið, þannig að ég þarf bara að bæta við heitu vatni og tvisti sem tekur enga stund.

Grautur með tvisti

1 ½ dl grautarmix í skál

2 dl heitt vatn bætt í skálina

Mögulega 1-2 litlum dökkum súkkulaðimolum laumað ofan í heitan grautinn

Látið bíða í 3-5 mínútur.

Tvist

Toppað með múslí, möndlusmjöri, smátt skornum epla- eða perubitum, slettu af grískri jógúrt eða kókósjógúrt. Stundum bæti ég frosnum hindberjum við og ef ég ætla að vera sérstaklega flott á því þá set ég þeyttan rjóma í staðinn fyrir gríska. Þessi grautur er prótínríkur og vel samsettur hvað varðar góða fitu á móti kolvetnum. Þannig að hann hefur góð áhrif á blóðsykurinn.

Margrét Leifsdóttir arkitekt og lífsstílsþjálfari, markþjálfari kann að búa til góða grauta sem gleðja bæði hjarta og sál. DV/ANTON BRINK.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna