fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Matur

Mjólkur- og eggjalaus kókósís með fylltu karamellusúkkulaði sem slær í gegn

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 30. mars 2023 08:51

Hér er dásamlega silkimjúkur og bragðgóður kókós ís sem er bæði eggja og mjólkurlaus sem á eftir að slá í gegn og kemur úr smiðju eldhúsgyðjunnar Maríu Gomez. MYNDIR/MARÍA GOMEZ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er dásamlega silkimjúkur og bragðgóður kókósís sem er bæði eggja og mjólkurlaus sem allir ættu að geta notið sem kemur úr smiðju eldhýsgyðjunnar Maríu Gomez sem heldur úti síðunni Paz.is. Maður þarf ekki endilega að vera vegan eða með mjólkuóþol til að elska þennan ís en hann er góður fyrir alla.

Í stað þess að notast við niðursoðna mjólk sem er dísæt og góð notaði ég smyrju frá So vegan So Fine með kókós, en hún er ekkert svo frábrugðin niðursoðinni mjólk eða condensed milk.

Kókosís með fylltu karamellusúkkulaði
500 ml Oatly þeytirjómi
1 krukka af So Vegan So Fine Kókós smyrju
1 dós kókósmjólk (bara hvíta þykka lagið sem leggst ofan á en mér finnst Rapunzel kókósmjólkin laaangbest)
2 dl kókósmjöl eða kókósflögur
1/2 dl hlynsíróp (mæli með frá Rapunzel fyrir vegan)
nýkreystur safi úr 1/2 sítrónu
1/2 tsk vanilludropar
klípa af grófu salti
100 gr af karamellu fylltu rjómasúkkulaði eða góðu súkkulaði að eigin vali (ég notaði frá Rapunzel en ef þú ert vegan eða með mjólkuóþol þá nota mjólkurlaust súkkulaði)

Byrjið á að þeyta Oatly rjómann þar til hann er orðinn vel þykkur og þéttur (best að nota þeytarann til verksins hér). Bætið svo næst So Vegan So fine smyrjunni, hvíta þykka laginu ofan af kókósmjólkinni, hlynsírópinu, sítrónusafanum, vanilludropunum og saltinu út í rjómann. Skiptið út þeytaranum yfir í flata hrærarann eða svokallaða t stykkið og hrærið þar til allt er vel blandað saman. Skerið svo niður súkkulaði plötuna í smáa bita og bætið saman við ásamt kókósmjölinu og hrærið varlega saman með sleikju. Mjög varlega. Hellið í stórt mót sem rúmar um það bil 2 lítra og setjið filmuplast eða lok yfir og frystið í lágmark 8 klukkustundir. Gott er að taka ísinn út og láta standa 15 mínútur áður en hann er borinn fram. Góður einn og sér eða með góðri íssósu að eigin vali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna