fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusMatur

Saltfiskréttir sem eiga sér sögu

Fókus
Þriðjudaginn 28. mars 2023 16:09

Í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut heimsækir Sjöfn Þórðar hjónin Ingimar Sigurðsson og Svetlönu Björgu sem eru annálaðir matgæðingar. Þau matreiðar undursamlega saltfiskrétti á sinn einstaka hátt. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Mat og heimilum í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar hjónin Ingimar Sigurðsson og Svetlana Björg Kostic í eldhúsið. Þau eru bæði matgæðingar af Guðs náð og finnst fátt skemmtilegra en að elda og bjóða í matarboð.

Sjöfn fær innsýn í matarástríðu þeirra en heyrst hefur af matarboðunum þeirra og sælkeraréttum víða. Í tilefni heimsóknar Sjafnar framreiða hjónin tvo saltfiskrétti en það er hefð hjá Ingimar að elda árlega á sama degi og sama tíma saltfiskrétti fyrir ákveðinn matarklúbb. „Þessir réttir eiga sér sögu í gegnum matarklúbb sem ég setti á fót fyrir 30 árum.  Þá elda ég 2-3 saltfiskrétti fyrir meðlimi, sem eru 8 auk þess sem einum heiðursgesti er boðið í hvert sinn,“ segir Ingimar og bætir við að hann útbúi ávallt nýja rétti fyrir hvert ár. „Réttirnir eru aldrei eins.“

Svetlana er mikill fagurkeri og leggur mikið upp úr framsetningu réttanna. „Við byrjum ávallt að borða með augunum og mér finnst mikilvægt að hafa réttina fallega og skreyta þá með grænu og ávöxtum,“ segir Svetlana. Sjöfn fær að smakka þessa dýrindis saltfiskrétti sem koma bragðlaukunum á flug.

Þegar þessi hjón eru saman í eldhúsin gerast töfrarnir. Saltfiskréttirnir sem þau töfra fram eiga vel við á föstudaginn langa en það er hefð hjá mörgum að borða fisk á föstudaginn langa fyrir páskahátíðina. Þó segjast þau ekki halda í neinar hefðir á páskunum og vera með pitsuveislu fyrir fjölskylduna á föstudaginn langa.

Matur og munúð í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld, klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér:

Matur og heimili 28. mars - stikla
play-sharp-fill

Matur og heimili 28. mars - stikla

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum
Hide picture