fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Uppáhalds grautar Hildar sem gefa þér orku út daginn

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 23. mars 2023 10:36

Tveir uppáhalds grautar Hildar sem gefa þér orku út daginn. MYNDIR/HLDUR RUT INGIMARSDÓTTIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo þægilegt að næla sér í tilbúinn graut úr ísskápnum á morgnana og í hádeginu. Hér eru tvær dásamlegar og næringarríkar uppskriftir af grautum sem Hildur Rut Ingimarsdóttir gerði sem heldur úti matarbloggi á síðunni Trendnet.is.

„Það er svo sannarlega gott að byrja daginn á þessum grautum sem gefa manni orku út í daginn. Hafragrautur með grískri jógúrt og bönunum og chia grautur með kókosmjólk og hindberjum. Lykilatriðið er að toppa grautana með nóg af hnetusmjöri frá Whole Earth. Þetta hnetusmjör er í miklu uppáhaldi og það er bæði bragðgott og auðvelt í notkun, bara hrista og kreista yfir grautana. Það er gert úr 100% ristuðum hnetum og inniheldur engan viðbættan sykur,“ segir Hildur.

Nú er bara að prófa og þessir eru góðir alla daga vikunnar.

Hafragrautur með grísku jógúrt og bönunum

1 dl haframjöl

1 dl vatn

1/2 dl grísk jógúrt

1/2 msk. chia grautur

2 tsk. sykurlaust síróp eða hunang

1/3 smátt skorinn banani

Ristaðar möndluflögur og pekanhnetur

Whole Earth hnetusmjör

Blandið saman haframjöli, vatni, grískri jógúrt og sírópi í krukku eða öðru íláti. Geymið yfir nótt. Toppið með ristuðum möndluflögum og pekanhnetum, smátt skornum banana og nóg af hnetusmjöri.

Chia grautur með kókosmjólk og hindberjum

3 msk. chia fræ

2 dl sykurlaus kókosmjólk

1-2 tsk. sykurlaust síróp eða hunang

1/2 dl frosin hindber

Ristaðar kókosflögur

Whole Earth hnetusmjör

Blandið saman chia fræjum, kókosmjólk og sírópi í krukku eða öðru íláti. Geymið yfir nótt í ísskáp. Toppið með ristuðum kókosflögum, frosnum hindberjum og nóg af hnetusmjöri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka