fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Sykurlaus súkkulaði ostakaka sem fullkomnar helgina

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 18. mars 2023 10:20

Dýrðleg súkkulaði ostakaka án sykurs úr smiðju Lindu Ben sem fullkomnar helgina. MYNDIR/LINDA BEN.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er komin helgi og er upplagt að gera sér dagamun og fá sér eitthvað ljúffengt með kaffinu. Þó við fáum okkur góða köku þarf ekki að vera sykur, Linda Ben okkar sér um það. Hér höfum við alveg dásamlega góða súkkulaði ostaköku sem inniheldur engan sykur úr smiðju Lindu sem er fullkomin með helgarkaffinu. Hún smakkast þó eins og venjuleg ostakaka, áferðin er silkimjúk og sæt á bragðið.

„Það sem gerir hana svona góða er súkkulaðismjörið frá Good Good en það er gert út stevíu,“ segir Linda.

Til þess að gera þessa ostaköku þá mylur maður kex úr höfrum og blandar saman við smjör. Pressar í smelluform (eða beint á kökudisk með aðeins hringinn af smelluforminu á kökudiskinum) og setur í frysti.

Svo blandar maður saman rjómaosti og súkkulaðismjörinu. Þeytir rjóma og blandar því saman við súkkulaíblönduna. Setur það svo ofan á kexbotninn og setur í frysti. Síðast setur maður brætt súkkulaðismjör ofan á kökuna og ber hana fram. Það er því kjörið að gera þessa köku með góðum fyrirvara þar sem hún geymist í frysti. En ef þið eruð á hraðferð þá er nóg að frysta hana í 3-4 klukkustundir til að hún taki sig.

Síðan er ótrúlega gaman og fallegt fyrir augað að skreyta hana með lifandi blómum eins og Linda gerir hér. Hægt er að fylgjast með matarblogginu hennar Lindu á síðunni hennar Linda Ben.

Sykurlaus súkkulaði ostakaka

200 g hafrakex (sykurlaust t.d. hrökkbrauð)

100 g smjör

500 ml rjómi

400 g rjómaostur

350 g súkkulaðismjör frá Good Good (skipt í 250 g og 100 g)

Bræðið smjörið og myljið kexið, blandið því saman. Smyrjið 23 cm smelluform og pressið blöndunni í botninn. Setjið í frysti. Hrærið saman rjómaostinum og súkkulaðismjörinu. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju. Hellið yfir kexbotninn og setjið aftur í frysti og geymið í a.m.k. 3-4 klukkustundir. Setjið restina af súkkulaðismjörinu í örbylgju u.þ.b. 15 sekúndur, hrærið því saman og hellið svo yfir kalda kökuna, dreifið úr með spaða þannig súkkulaðismjör hjúpi kökuna efst. Gott er að taka kökuna úr frysti 1 klukkustund áður en hún er borðuð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka