fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Nú er kominn alvöru súkkulaði páskabjór – Eitt Sett hið goðsagnakennda súkkulaði í fljótandi form

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 14. mars 2023 16:56

Ólafur S.K. Þorvaldz framkvæmdastjóri og bruggmeistari Ægis Brugghúss er alsæll með útkomuna á hinum nýja súkkulaði páskabjór sem á eflaust eftir að gleðja bjór- og súkkulaðiaðdáendur um páskana. MYNDIR/AÐENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið goðsagnakennda súkkulaðistykki með lakkrísborðanum er nú komið í fljótandi form og verður einn af páskabjórunum í ár sem ber heitið Eitt Sett.

Ægir brugghús hefur í samstarfi við Nóa-Síríus kynna þennan einstaka súkkulaði bjór með stolti þessa dagana. Eins og áður hefur verið nefnt heitir bjórinn einfaldlega Eitt Sett og verður í sölu núna um páskana í takmörkuðu upplagi. Nói Síríus og Eitt Sett þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, enda verið aufúsugestur á heimilum landsmanna í mörg ár. Það er ekki langt síðan að Eitt Sett komist í röð Royal búðinga og nú er það bjórinn.

Þetta er ljúffengt 5% brúnöl með sætum súkkulaði og lakkrís tónum, sem skilar bragðupplifun sem er svo sannarlega eins og páskar í glasi. Þessi bjór er nýjasta viðbótin hjá Ægi brugghúsi sem eru þekktir fyrir framúrskarandi gæði og bragð. Ægir brugghús nota aðeins bestu hráefni sem eru í boði og eru alltaf að leita að spennandi leiðum til að þróa nýjar og framúrstefnulegar vörur.

Samstarfið hefur verið virkilega ánægjulegt og er útkoman bjór sem er bæði stór og skemmtilegur og ætti að fara vel ofan í flest bjóráhuga og súkkulaði fólk. „Við erum hrikalega spenntir að bjóða upp á þennan eðaldrykk. Eitt Sett hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér frá barnæsku og því fannst mér tilvalið að heyra í Nóa Síríus mönnum og útbúa þessa goðsagnakenndu súkkulaði og lakkrís tvennu í fljótandi formi. Útkoman er frábær og bjórinn rennur ljúflega niður. Okkur hlakkar mikið til að bjóða fólki að skála í bjór á meðan það hámar í sig páskaeggin,” segir Ólafur S.K. Þorvaldz framkvæmdastjóri og bruggmeistari Ægis Brugghúss.

Bjórinn verður í sölu í verslunum Vínbúðanna og að sjálfsögðu á krana hjá Ægi bar að Laugavegi 2. Nú er bara að fara prófa og taka bjórinn út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum