fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Matur

Perur með gráðosti og pekanhnetum – Sjúklega góð samsetning

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 11. mars 2023 12:30

Þessi dýrðlegi réttur á eftir að slá í gegn hjá ykkur. Perur með gráðosti og pekanhnetum er sjúklega góð samsetning. MYND/ALBERT EIRÍKSSON.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Eiríksson matarbloggari og matgæðingur með meiru er iðinn við að safna að sér ljúffengum uppskriftum hjá vinum og vandamönnum. Síðan deilir Albert þeim áfram á bloggsíðuna sína Albert eldar. Stundum þarf hann ekki að leita langt eftir sælkera uppskriftum því í fjölskyldunni hans eru margir matgæðingar sem galdra fram dýrindis veitingar í fjölskylduboðum og veislum. Hér kemur ein dýrðleg samsetning og ljúfmeti úr smiðju systurs Alberts.

„Bakaðar perur er réttur sem kemur verulega á óvart, alveg sjúklega góð samsetning. Perurnar voru í boði ásamt fleiri góðum veitingum hjá Árdísi systir minni,“ segir Albert sem missti sig yfir þessum ljúffenga rétti sem er sáraeinfaldur.

Perur með gráðosti og pekanhnetum

1 stk. vel þroskuð pera

Gráðaostur eftir smekk

Pekanhnetur eftir smekk

Hlynsíróp (Maplesíróp)

Skerið peruna í tvennt að endilöngu, takið kjarnann úr, setjið peruna í eldfast mót. Setjið mulinn gráðost og gróft saxaðar pekanhnetur í holuna þar sem kjarninn var. Setjið hlynsíróp yfir. Hitið í ofni við 180° C í 20 mínútur. Berið fram með góðu kexi eða baguette brauði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram