fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusMatur

Mikið verður um dýrðir á Food & Fun – Eftir tveggja ára hlé

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 20:59

Meistarakokkurinn og einn stofnenda matarhátíðarinnar Food & Fun fór á kostum þegar ný viðburðarsíða var formlega sett í loftið á dögunum. MYNDIR/DINEOUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geta allir matgæðingar tekið gleði sína á ný en matarhátíðin Food & Fun verður haldin með pomp og prakt dagana 1.- 4. mars næstkomandi eftir tveggja ára hlé vegna Covid-19 faraldursins. Hátíðin er haldin í 20. skipti og hefur vakið athygli um heim allan fyrir skemmtilegt og spennandi samstarf íslenskra veitingastaða með erlendum gestakokkum þar sem íslensk hráefni og gæði eru í hávegum höfð.

Það má með sanni segja að það verði mikið um dýrðir en alls taka 13 alþjóðlegir gestakokkar þátt. Veitingastaðirnir sem munu bjóða upp á frábæra Food & Fun matarupplifun eru: Apótekið, Brút, Duck and Rose, Eiríksson, Fiskmarkaðurinn, Fröken Reykjavík, Héðinn, Hnoss, La Primavera Harpan, Mathús Garðabæjar, Sumac, Tides og Tres Locos.

Skemmtilegasti matarviðburður landsins endurvakinn

„Við erum ofboðslega spennt að geta loksins haldið okkar ástkæru matarhátíð Food & Fun eftir að hafa þurft að fresta henni í tvö skipti vegna veirunnar skæðu. Nú eru bjartari tímar og við komum með þarfa innspýtingu í íslenskt veitingalíf með flottari gestakokkum en nokkru sinni fyrr. Food & Fun er skemmtilegasti matarviðburður landsins og einstakur á heimsvísu, það má engin alvöru mataráhugamanneskja missa af þessu.

Food & Fun hefur þróast með íslensku veitingahúsalífi síðan 2002 og skapað sér sess sem einn eftirsóttasti viðburður ársins í Reykjavík. Food & Fun hefur alltaf haft það að leiðarljósi að efla íslenska matarmenningu og kynna erlendum meistarakokkum fyrir öllu því frábæra hráefni sem Ísland hefur upp á að bjóða, og gera Ísland að einstökum mataráfangastað,“ segir Sigurður Hall sem hefur staðið að baki hátíðarinnar í 20 ár.

Sigurður Hall, alla jafna kallaður Siggi Hall, Inga Tinna Sigurðardóttir eigandi og forstjóri Dineout og Óli Hall framkvæmdastjóri Food & Fun fóru á kostum og kynntu nýju viðburðasíðuna og þá glæsilegu dagskrá sem framundan er á Food & Fun.

Glæný viðburðasíða í loftið

Dineout í samstarfi við Food & Fun Reykjavík hefur sett í loftið glænýja viðburðasíðu og í tilefni þess komu samstarfsaðilar, veitingamenn og góðir gestir saman á dögunum til að fagna opnun hennar.  Viðburðasíðan er sérhönnuð af teymi Dineout og er hin aðgengilegasta. Viðburðurinn fór fram á barnum UPPI á Fiskmarkaðnum og var mikil ánægja meðal fólks með síðuna og endurkomu Food & Fun hátíðirnar sem beðið hefur verið með eftirvæntingu.

„Food & Fun er í samstarfi við Dineout sem gerir gestum hátíðarinnar kleift að bóka allar borðapantanir á einum stað. Þar verður einnig hægt að nálgast allar upplýsingar um hátíðina. Opnað verður fyrir borðapantanir um miðjan febrúar inn á Dineout.is, svo það er um að gera að undirbúa bragðlaukana og vera tilbúinn að panta borð á bestu veitingastöðum bæjarins,“ segir Ól Hall framkvæmdastjóri Food & Fun og er orðinn afar spenntur að sjá hátíðina lifna við að nýju.

„Við hjá Dineout erum gríðarlega stolt að hafa fengið boð um samstarf við Food & Fun. Okkar ástríða er að veita veitingastöðum sérhannaðar hugbúnaðarlausnir og því virkilega gaman að geta unnið með Food & Fun teyminu við undirbúning hátíðarinnar. Dineout teymið sérhannaði viðburðasíðu þar sem gestir geta skoðað hvað er í boði, hvar er laust borð og um leið bókað þann matarviðburð sem viðkomandi vill fara á,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir eigandi og forstjóri Dineout. 

Hægt er að bóka viðburð inn á dineout.is/foodandfun

Gleðin var við völd þegar nýja viðuburðasíða Dineout í samstarfi við Food & Fun var formlega sett í loftið. Hér má sjá gesti fagna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum