fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Matur

Þessir veitingastaðir taka þátt í átakinu Út að borða með börnin

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 22:22

Út að borða fyrir börnin, er fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða. MYND/BARNAHEILL.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út að borða fyrir börnin, fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða hófst þann 15. Febrúar síðastliðinn og eru það veitingastaðir styðja átakið með því að láta ágóða af matseðli renna til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Átakið fer nú fram í tólfta sinn og stendur yfir í einn mánuð eða til 15. mars.

Aðspurð segir Ellen Calmon framkvæmdastýra Barnaheilla að það sé mikilvægt að samfélagið allt taki höndum saman um að styðja við vernd á ofbeldi gegn börnum. „Þeir veitingastaðir sem taka þátt í átakinu Út að borða fyrir börnin sýna hug sinn svo sannarlega í verki og fyrir það erum við afar þakklát. Féð sem safnast rennur til þeirra verkefna sem Barnaheill hafa með höndum en þau snúa öll að því að vernda börn gegn hvers kyns ofbeldi með einum eða öðrum hætti. Ég vil hvetja fólk til að heimasækja þessa veitingastaði á næstu dögum og versla af matseðli þá rétti sem styðja við verndun barna.“

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013 og í honum er börnum tryggður réttur til verndar gegn ofbeldi. Það er hlutverk hinna fullorðnu að gæta þess að hvert og eitt barn njóti réttar síns.

„Þú getur slegið tvær flugur í einu höggi með því að fara út að borða með börnin. Bæði gleður þú börnin og átt með þeim samverustund og stuðlar í leiðinni að bættum mannréttindum barna og vernd þeirra gegn ofbeldi,“ segir Ellen og er veitingastöðunum og öðrum velunnurum þakklát fyrir stuðninginn.

Þeir veitingastaðir sem taka þátt í átakinu eru eftirfarandi:

Nauthóll

Sjávargrillið

Pizza Hut

Domino’s

KFC

Taco Bell

Galito

Burger Inn

Grill 66

Kringlukráin

Hægt er að kynna sér helstu verkefni Barnaheill hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn