Nú geta grænkerar tekið gleði sína, að minnsta kosti á Akureyri því Kristjánsbakarí voru með vegan bollur um helgina og í dag sjálfan Bolludaginn. Kristjánsbakarí verður með fjöldann allan af bollum í boði en gleyma ekki vegan bollunum.
Vitað er til að þess að bollur hafa verið gerðar allt frá 1700 í Danmörku en þá var talað um hveitibollur sem muldar eru og hrærðar með mjólk og smjöri. Bolluát barst líklega til Íslands fyrir norræn áhrif á síðari hluta 19. aldar. Bolluát hefur því tíðkast í yfir hundrað ár hér á landi.