fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Matur

Unaðslegi Pippistinn í rómantískum búning fyrir Valentínusardaginn

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 10:30

Hér er á ferðinni uppskrift af eftirrétt í rómantískum búningi sem hefur fengið heitið unaðslegi pippistinn og á vel við Valentínúsardag. MYNDIR/FRÉTTABLAÐIÐ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist óðum í Valentínusardaginn og af því tilefni birtist þessi uppskrift í Frímínútum í Fréttablaðinu á föstudaginn síðastliðinn. Frímínútur er fastur liður alla föstudaga og liðnum fylgir ávallt uppskrift sem á vel við. Þar sem Valentínusardagur er framundan er lagt til að gera vel við sig og sína og leyfa sér unaðslega góða eftirrétt sem gleður bæði auga og munn. Eins og margir vita þá bættist við Royal búðinga flóruna á dögunum, Royal Pipp búðingur sem hefur eflaust glatt Royalista landsins. Uppskriftin ber keim af þessum búðing í skemmtilegri eftirréttar útgáfu með rómantískri útfærslu í tilefni Valentínsardagsins. Þennan verðið þið að prófa með eða án súkkulaði Ganache.

Unaðslegi Pippistinn

Fyrir 4 – 6 glös (fer eftir stærð)

Unaðslegi Pippistinn/eftirrétturinn

1 pk Pipp Royal búðingur

250 ml rjómi

250 ml nýmjólk

Byrjið á því að píska eða þeyta allt saman í um það bil eina mínútu eða þar til blandan fer aðeins að þykkna. Skiptið blöndunni niður í falleg glös, til dæmis á fæti og kælið að minnsta kosti í 30 mínútur. Á meðan gefst tækifæri til að gera súkkulaðisósuna – eða súkkulaði ef vill en það er ekki nauðsynlegt að vera með sósuna með. Dugar að toppa eftirréttinn með rjóma og skreyta.

Súkkulaði Ganache

100 g pralín súkkulaði (56% dökkt)

1 stk. Pipp (40 g)

100 ml rjómi

Setjið rjómann í pott og hitið að suðu. Brjótið súkkulaðið niður í skál og hellið rjómanum yfir þegar hann hefur náð suðu. Látið standa í eina til tvær mínútur og hrærið þá saman með písk eða gaffli þar til það er vel blandað saman og kekkjalaust. Kælið í ísskáp fyrir notkun svo rjóminn bráðni ekki ef súkkulaði er sett yfir eftirréttinn.

Setjið síðan 1-2 matskeiðar af súkkulaðisósunni yfir eftirréttinn (eftir smekk), kælið aftur í nokkrar mínútur (til þess að þeytti rjóminn leki ekki til). Eftirrétturinn er líka syndsamlega góður án súkkulaði Ganache.

Toppur

250 ml þeyttur rjómi

Hnífsoddur af ferskri vanillu (má sleppa)

1 msk. flórsykur

Fersk mintulauf

Setjið rjómann í sprautupoka með stútt sem við á eða í rjómasprautu og sprautið rjómanum í hring. Skreytið með mintulaufi, pippbita og jafnvel með blómum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna