fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Svandís tók á móti fyrstu Köku ársins

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 10. febrúar 2023 09:14

Gleðin var við völd í Matvælaráðuneytinu þegar fyrsta Kaka ársins var afhent matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Hér á myndinni  má sjá Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, Guðrúnu Erlu Guðjónsdóttur bakarameistari og höfund uppskriftarinnar á Köku ársins 2023 og Sigurð Má Guðjónsson formannLandssambands bakarameistara. MYND/SI.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins 2023 í gær. Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um Köku ársins. Sigurvegari keppninnar var Guðrún Erla Guðjónsdóttir en hún kom, sá og sigraði keppnina um Köku ársins að þessu sinni. Kaka ársins er Doré karamellu-mousse með passion-kremi og heslihnetumarengsbotni.

Þegar Guðrún Erla er beðin um að lýsa kökunni í Fréttablaðinu í dag stendur ekki á svörum:  „Botninn er léttur marengs með heslihnetum, og ofan á hann fer stökkt crumble sem er búið til úr kex kurli og mjólkursúkkulaði. Síðan kemur frískandi ástaraldin krem, og ofan á það kemur karamellu súkkulaði ganache með ástaraldin. Dóre karamellumúsin er svo utan um allt þetta, og að lokum er kakan hjúpuð með gull glaze sem gefur kökunni þetta fallega gyllta útlit,“ segir Guðrún Erla.

Sala á kökunni hófst í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land á gær fimmtudaginn 9. febrúar í tilefni af Valentínusardegi sem er næstkomandi þriðjudag. Kaka ársins verður til sölu það sem eftir er ársins.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb