fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Matur

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

DV Matur
Miðvikudaginn 27. desember 2023 19:30

Bill Granger fyrir framan einn af veitingastöðum sínum í London

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski stjörnukokkurinn Bill Granger er látinn aðeins 54 ára að aldri. Granger lést á sjúkrahúsi í London á jóladag eftir stutta baráttu við krabbamein.

Stjörnur á borð við Hugh Jackman, Gwyneth Paltrow, Nigella Lawson og Jamie Oliver er meðal þeirra sem hafa minnst Granger með hlýju á samfélagsmiðlum.

Granger opnaði sinn fyrsta veitingastað árið 1993 í Sidney og árið 2011 opnaði hann Granger & Co-veitingastað sinn í Notting Hill í London. Í dag eru fimm slíkir veitingastaðir í bresku höfuðborginni auk 14 veitingastaða í Ástralíu, Japan og Suður-Kóreu. Þá kom hann fram í sjónvarpsþáttum á borð við Masterchef Australia sem jók hróður hans mjög.

Avocado toast nýtur mikilla vinsælda um allan heim

Granger, sem var sjálflærður í matseldinni, var sérstaklega þekktur fyrir áherslu sína á morgunverði og þegar fyrsti veitingastaður hans opnaði var avocado toast, ristað brauð með avókadó, á matseðlinum. Hefur Granger því verið kallaður guðfaðir réttarins einfalda sem nýtur mikilla vinsælda um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum