fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. desember 2023 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað þótti veislumatur á landnámsöld? Hvað fengu veislugestir í brúðkaupi á Hlíðarenda að borða? 

Þetta eru spurningar sem velt er upp í bók Kristbjörns Helga Björnssonar sagnfræðings í bókinni Veislumatur landnámsaldar sem Drápa gaf nýlega út. Bókin kemur einnig út á ensku undir titlinum Feast Of The Vikings. 

Íslendingasögurnar eru ekki margorðar um þær matarhefðir sem voru við lýði á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Kristbjörn hefur rannsakað matartilvísanir í Íslendingasögunum og borið þær saman við þá þekkingu á matarvenjum landnámsaldar sem fornleifafræðin hefur bætt við.

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari leitaði einnig fanga víða og setur hér fram spennandi, freistandi og trúverðugar uppskriftir að veislumat landnámsfólksins. Karl Petersson, einn allra fremsti matarljósmyndari landsins, fangar svo útkomuna með linsuna að vopni.

Veislumatur landnámsaldar er gífurlega forvitnileg, falleg og eiguleg bók. Og erlenda útgáfan hentar vel sem gjöf fyrir erlenda vini, ættingja og/eða samstarfsfélaga.

Hefur þú smakkað heilgrillaðan geirfugl? Eða lambabuxur? Hljómar rostungssúpa ekki girnilega?

DV fékk góðfúslegt leyfi til að deila uppskriftum og fróðleik úr bókinni.

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

1 hestshaus, fláður

4 l vatn

2 laukar í bátum

2 dl villihvítlaukur, gróft saxaður

0,5 dl sinnepsfræ

1 dl hunang

1 tsk grófsteyttur pipar

1 dl blóðberg

3 msk salt

Allt sett í pott og soðið við vægan hita í 3-4 klst eða þar

til kjötið er orðið mjúkt undir tönn. Takið þá pottinn af

kolunum og látið standa við baðstofuhita í 2 klst.

Hjúpur:

1,5 dl hunang

0,75 dl sinnepsfræ

1 tsk steyttur pipar

1 dl villihvítlaukur, smátt saxaður

0,5 dl blóðberg

Allt sett í skál og blandað vel saman. Takið þá hestshausinn úr pottinum og látið allan vökva renna af honum. Penslið þá hjúpnum á hausinn og grillið á öllum hliðum í 15-20 mín eða þar til hann verður fallega gullinbrúnn. Bætið reglulega á hjúpinn meðan grillað er. Berið hausinn fram með soðinu.

Reykdæla saga og Víga-Skútu

Maður hét Þorsteinn. Hann bjó á þeim bæ er á Mýri heitir. Hann var og kvongaður maður og átti þá konu er Þorgerður er nefnd. Hún var systir Víga-Glúms að Þverá úr Eyjafirði. Þau áttu þann son er Bjarni hét. Hann var mikill maður þegar á unga aldri og rammur að afli. Þau Bjarni voru því vön jafnan um haustum að fara til Þverár að heimboði. Og nú gera þau enn svo á einhverju hausti. Tekur Glúmur við þeim forkunnar vel og voru þar þá stund sem þeim líkaði. En er þau búast heim að fara þá gaf Glúmur Bjarna frænda sínum hest rauðan, sex vetra gamlan og kveðst mundu fá honum annan hest ef nokkurir væru hvassari en sjá.

Og nú fara þau heim frá heimboðinu og setur Bjarni þegar hestinn til heys og var allvel varðveittur. Og um sumarið eftir var honum mikil forvitni hve bítast vildi hesturinn. Ræddi hann um að hann vill etja við hest er átti Þorkell Geirason úr Skörðum og var á kveðið að þeir skulu etja að miðju sumri hestunum á Mánahjalla.

En feðgar áttu grán hest föxóttan og seldu mönnum jafnan hross undan til sláturs en áttu ekki skap til að etja hestinum. Svo er sagt að saman koma hestarnir einhverju sinni, þeir Þormóðs og Bjarna, og bitust svo að í blóði var hvortveggja. Húskarl Bjarna kemur nú á fund hans og segir honum frá er hafði séð báða hestana albitna og kvað hvorntveggja hestinn vera alrauðan. Og þá sendi Bjarni orð Þorkatli að eigi mundu þeir etja hestunum, segir og hvað til bar að hans hestur var nú ekki ötufær.

Það ætlaði Bjarni að þeir Eyjólfur mundu hafa att hestunum og Þormóður faðir hans og því mundu þeir þann veg vera að af mannavöldum mundi orðið hafa og því bauð hann þeim at að átta vikum sumars. En Þormóður bað Eyjólf son sinn fyrir ráða hvort etja skal eða eigi en hann vill etja láta.

Nú voru hestarnir fram leiddir og voru góð vígin þar til er gengnar voru ellefu lotur. Þá tekur hestur Eyjólfs undir kinnarkjálka á hesti Bjarna og hélt þar lengi þar til að Bjarni fór til og laust hestinn af takinu. En Eyjólfur snerist nú við og laust hestinn og hraut stafurinn hart af hestinum og kom á öxl Bjarna og nú voru þegar skildir hestarnir.

Gengur Eyjólfur að Bjarna og mælti að þetta þykir honum verr tekist hafa en hann vildi: „Skal eg,“ segir hann, „raun til gera hvort mér var þetta voðaverk eða eigi. Nú vil eg,“ segir hann, „gefa þér sex tigu geldinga til þess að þú kunnir mig eigi um þetta og máttu þá skilja að eg mundi eigi vilja að svo hefði að borist.“ Bjarni kveðst þessu litlu síður valdið hafa. Þykist hann nú vita að þeir muni eigi att hafa hestunum. Fara menn nú síðan heimleiðis. 

Opnan úr bókinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb