fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Matur

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 4. nóvember 2023 08:30

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er skemmtilegt twist á borgara með beikoni og mozzarella.

Hráefni

Tómatsalsa

  • 3 tómatar, smátt skornir
  • 1/2 paprika, smátt skorin
  • 1/4 rauðlaukur, smátt saxaður
  • Notið steinselju eftir smekk, saxaða
  • 4 Hamborgarar
  • 8 sneiðar af beikoni
  • 2 stk Hamborgarabrauð
  • 1 stk Hamborgarasósa
  • 1 stk Hamborgarakrydd
  • 1 stk Pipar
  • 1 stk Salt
  • 1 msk Ólífuolía

Leiðbeiningar

  1. Þrýstið botni á litlu glasi í miðju borgaranna svo það myndist smá hola. Kryddið borgarana með salti, pipar og/eða hamborgarakryddi.
  2. Skerið mozzarellaostinn í litla bita og setjið í holuna.
  3. Vefið 2 beikonsneiðar um hliðar hvers borgara.
  4. Grillið eða steikið þar til þeir eru tilbúnir og beikonið stökkt. Hitið brauðin ef þið notið þau.
  5. Gerið tómatsalsa: Skerið papriku, tómata, rauðlauk og steinselju smátt og blandið saman í skál ásamt 1 msk af ólífuolíu. Smakkið til með salti og pipar.
  6. Berið borgana fram með tómatsala, frönskum, sósu, grænmeti og hamborgarabrauði.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum