Virkilega bragðgóður og skemmtilegur réttur sem allir viðstaddir, hvort sem er börn eða fullorðnir fengu ekki nóg af. Flestir eru sammála um að kjúklingur og pasta fari vel saman, hérna spilar þetta dúó með dásamlegri sósu og grænmeti.
Hráefni
- 700 g Kjúklingabringur
- 1 Græn paprika
- 1 geiralaus hvítlaukur
- 1 Laukur
- 300 g Gulrætur
- 250 g Sveppir
- 1/2 Piparostur
- 400 g Niðursoðnir tómatar
- 680 g Tómatpassata
- 60 g Grænt pestó
- 1 stk Grænmetiskraftur
- 2 stk Kjúklingakraftur
- Lasagnablöð
- 200 g Mozzarella, rifinn
- 50 g Piparostur, rifinn
- 2 msk Ólífuolía
- 1 msk Oregano
- 1 msk Ítalinn
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
Leiðbeiningar
- Saxið smátt eða setjið í matvinnsluvél: papriku, hvítlauk, lauk, gulrætur, sveppi og piparost og steikið í frekar stórum potti.
- Bætið tómötum, passata, pestó og kryddum út í og látið malla í 5 mín.
- Bætið kjúkling út í og látið malla aðeins áfram.
- Hitið ofn í 190°C
- Raðið í standard stærð af ferköntuðu lasagna eldföstu móti: Fyrst kássa, svo lasagnablöð o.frv.
- Látið efsta lagið vera kássu og stráið mozzarellaosti og rifnum piparosti yfir
- Bakið í 40 mín.
- Berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.