Við þekkjum hana öll og mörg okkar hafa eflaust pantað hana á veitingahúsi á góðum degi. En færri hafa gert B.L.T. heima hjá sér og eftir að þið hafið prufað það er hreinlega ekki aftur snúið. Nafnið B.L.T stendur fyrir bacon, lettuce og tomato, hin fullkomna blanda. Við bætum reyndar við sneiðum af avacado og finnst það setja punktinn yfir i-ið. Samlokan er einföld, gríðarlega falleg og alveg suddalega góð.
Hráefni
- 4 stk Samlokubrauð, má skera skorpuna af
- Majones
- Dijon sinnep
- 2 Hvítlauksrif
- Lambhagasalat
- 4 stk Stökkt beikon
- Tómatar, sneiðar
- Avacado, sneiðar
Leiðbeiningar
- Blandið saman í skál majonesi og dijon sinnepi, smakkið til.
- Ristið brauðsneiðarnar á pönnu með olíu þar til þær eru orðnar stökkar. Nuddið hvítlauksrifi á aðra hliðina á brauðinu.
- Takið brauðsneið, smyrjið með sinnepsblöndunni, látið því næst kál, tómata, bacon, avacado og kál yfir það. Leggið brauðsneið á kálið, endurtakið leikinn og endið á brauðsneið. Skerið í tvennt og stingið pinna í samlokurnar til að halda þeim saman.
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.