Þetta er eitthvað sem þið verðið að baka og getur engan veginn klikkað. Snúðarnir eru dásamlegir volgir, bornir fram með ísköldu mjólkurglasi.
Hráefni
Snúðar
- 50 g Smjör
- 250 ml Mjólk
- 11 g Þurrger
- 1 Egg
- 1 msk Sykur
- 5 g Salt
- 5 dl Hveiti
- 2 dl Heilhveiti
Fylling
- 120 g Dumle karamellur
- 2 msk Rjómi
- 4 msk Hnetusmjör
Leiðbeiningar
- Setjið smjör og mjólk í pott og bræðið saman við lágan hita.
- Takið af hitanum og geymið þar til blandan er orðin fingurvolg. Bætið þurrgeri og sykri saman við og geymið í 5 mínútur.
- Bætið hinum hráefnunum saman við. Hnoðið í nokkrar mínútur. Setjið rakan klút yfir skálina og látið hefast í 60 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
- Setjið deig á hveitistráð borð og hnoðið lítillega. Fletjið út og látið hnetusmjör yfir botninn og hellið síðan karamellusósunni yfir allt.
- Rúllið upp og skerið niður. Látið í form og bakið í 175°c heitum ofni í 15 mínútur. Leyfið að kólna lítillega og látið þá karamellusósu ef það var afgangur af henni yfir snúðana.
Karamellusósa:
Setjið karamellur og rjóma saman í pott og hitið við vægan hita. Þegar karamellurnar hafa blandast saman við rjómanum takið af hitanum og leyfið að kólna lítillega.
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.