fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Matur

Tikka masala grænmetisætunnar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2023 09:30

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frábær grænmetisréttur sem er tilvalinn í kvöldmatinn!

Hráefni

  • 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 1/2 laukur, smátt saxaður
  • 600 g Blómkál
  • 400 g Saxaðir tómatar
  • 2.5 dl Kókosmjólk
  • 1 stk Grænmetiskraftur
  • 5 g Kóríander
  • 10 ml Olía til steikingar
  • 1.5 msk Garam masala
  • 1 tsk Kóríanderkrydd
  • 1 tsk Cumin
  • 1 tsk Paprikukrydd
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Pipar
  • Kjúklingabaunir

Leiðbeiningar

  1. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk, garam masala, kóríander, kúmin og paprikukrydd í um 1-2 mínútur (hrærið stöðugt) eða þar til blandan er farin að gefa frá sér góðan ilm.
  2. Skerið blómkálið niður og bætið út á pönnuna og steikið áfram í 2 mínútur.
  3. Bætið þá tómötum, kókosmjólk, vatni og grænmetiskrafti saman við og látið malla í 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað.
  4. Bætið kjúklingabaunum saman við og hitið í 3-4 mínútur til viðbótar.
  5. Setjið í skál og berið fram með hrísgrjónum og etv. fersku kóríander.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum