Mælum með að tvöfalda sósuna og bæta við kjúklingi því þið munuð vilja eiga nóg af þessum kjúklingarétti.
Hráefni
- 120 ml Hot sauce
- 150 g Púðursykur
- 1 msk Sojasósa
- 3 tsk Eplaedik
- 700 g Kjúklingabringur
- Sesamfræ, ristuð
- 1 Vorlaukur saxaður
- 500 g Hrísgrjón
- 2 tsk Hvítlauksduft
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
- 1 bolli Hveiti
- 15 ml Ólífuolía til steikingar
Leiðbeiningar
- Látið hot sauce, púðursykur, hvítlauksduft, edik og 2 msk vatn saman í pott og látið malla við vægan hita eða þar til sykurinn er bráðinn. Takið af hitanum og geymið.
- Kryddið kjúklinginn ríflega með salti og pipar á öllum hliðum og veltið honum upp úr sterkjunni. Hitið um 1 dl af olíu á pönnunni og brúnið kjúklinginn í 3-4 mínútur á báðum hliðum.
- Þegar kjúklingurinn er orðinn gylltu á lit, lækkið hitann og hellið sósunni yfir og látið kjúklinginn malla í 5-8 mínútur.
- Stráið sesamfræjum og vorlauk yfir og berið fram með hrísgrjónum.
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.