Hollt og gott salat sem allir þurfa að prófa!
Hráefni
- 1 Sæt kartafla
- 300 g Perlubygg
- 1 Rauðlaukur
- 2 Hvítlauksrif, smátt söxuð
- 1 sítróna
- 100 g Valhnetur
- 50 g Graskersfræ
- 10 g Steinselja
- 2 msk Sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
- 150 g Salatostur
- 2 msk Ólífuolía
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
Leiðbeiningar
- Afhýðið sætar kartöflur og skerið í litla teninga. Setjið í ofnfast mót og hellið ólífuolíu yfir. Eldið við 180°c í um 30 mín eða þar til mjúkar.
- Sjóðið byggið skv leiðbeiningum á pakkningum.
- Setjið olíu á pönnu og léttsteikið hvítlauk.
- Fínrifið börkinn á sítrónunni og setjið saman við hvítlaukinn.
- Setjið sólþurrkaða tómata saman og safanum af hálfri sítrónu.
- Hellið blöndunni yfir heitt og fulleldað perlubyggið.
- Bætið sætum kartöflum, graskersfræjum og söxuðum pekanhnetum saman við og kælið.
- Bætið saxaðri steinselju, fetaosti, salti og pipar.
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.