fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Matur

Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. október 2023 11:30

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessir ofnbökuðu ostborgarar eru hin mesta snilld. Frábær tilbreyting frá hinum klassíska borgara, djúsí og bragðgóðir og bornir fram á skemmtilegan hátt. Hinn fullkomni helgarmatur og stórsniðugir í partýið.

Hráefni

  • 500 g Nautahakk
  • 1 stk Rauðlaukur, skorinn smátt
  • 4 Hvítlauksrif, pressuð
  • 1 tsk Salt
  • 1 tsk Pipar
  • 1 tsk Cumin
  • 1 tsk Paprikuduft
  • 400 g Saxaðir tómatar, vökvinn skilinn frá
  • 6 stk Ostar í sneiðum
  • 6 stk Hamborgarabrauð

Gljái

  • 8 msk Smjör
  • 2 msk Púðursykur
  • 1 msk Worcestershire sósa
  • 1 msk Dijon sinnep
  • 1 msk Sesamfræ

Leiðbeiningar

  1. Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Setjið nautahakkið á pönnuna og kryddið með salti, pipar, cumin og paprikukryddi. Bætið lauk og hvítlauk saman við og hrærið reglulega í öllu þar til kjötið hefur brúnast. Hellið tómötunum út í og blandið vel saman.
  2. Raðið neðri hluta hamborgarabrauðanna í ofnfast mót. Skiptið nautahakkinu niður á brauðin og setjið síðan ríflegt magn af ostasneiðum yfir nautahakkið. Látið efri hluta brauðsins yfir ostinn.
  3. Gerið gljáann með því að setja allt í pott og hita vel saman. Hellið gláanum yfir hamborgarana. Bakið við 175°c í um 25 mínútur.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka
Matur
31.10.2023

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu