fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
HelgarmatseðillMatur

Erla býður upp á girnilegan helgarmatseðil í anda íslenska veðursins um helgina

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 27. janúar 2023 14:00

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir landsliðskokkur býður upp á girnilega helgarmatseðil sem kitlar bragðlaukana. MYND/ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir landsliðskokkur með meiru á heiðurinn af helgarmatseðli þessa síðustu helgi janúarmánaðar sem kitlar bragðlaukana og gleður meðan veðurguðirnir láta í sér heyra.

Erla er annáluð fyrir sína ljúffengu matargerð og eftirrétti sem hafa slegið í gegn. Erla er kokkur í íslenska kokkalandsliðinu sem tók þátt í heimsmeistarakeppni matreiðslumanna fyrir jól þar sem þau náðu framúrskarandi árangri. Erla hefur ástríðu fyrir matargerð og nýtur þess að galdra fram sælkerakræsingar við ýmis konar tilefni. Hún hefur ávallt nóg að gera og nú styttist óðum í að æfingar með íslenska kokkalandsliðinu hefjist aftur að fullu krafti.

„Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana í allskonar verkefnum. Landsliðið byrjar líka að æfa aftur á næstu dögum fyrir næstu keppni sem eru Ólympíuleikar sem munu fara fram í Stuttgart í febrúar 2024.“

Við fengum Erlu til að setja saman sinn helgarmatseðil eins og hún ætlar að hafa hann um helgina.

„Mig langar að bjóða lesendum upp á girnilegan helgarmatseðill sem er bæði einfaldur og ótrúlega girnilegur.“

Föstudagur – Gómsætt taco með andaconfit

„Girnileg uppskrift sem ég væri alveg til í á góðu föstudagskvöldi.“

Uppskrift hér: Gómsætt taco með andaconfit

Laugardagur – Dýrindis Osso-buco

„Frábær réttur sem er sérstaklega góður á köldum vetrarkvöldum,“

Uppskrift hér: Dýrindis Osso-buco

Sunnudagur – Lúxus hafragrautur og himnesk hjónabandsæla

„Ég væri alveg til í að gera þessar tvær uppskriftir á sunnudegi. Hjónabandssælan gerir daginn extra huggulegan.“

Uppskrift hér: Lúxus hafargrautur

Uppskrift hér: Himnesk hjónabandssæla 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka