fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Veislupúns barþjónsins sem steinliggur í næsta handboltapartýi

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 16. janúar 2023 16:24

Ivan Svanur barþjónn með meiru sviptir hér hulunni af sínum eftirlætis púns sem steinliggur í næstu handboltaveislu. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver vill ekki bjóða upp á ljúffengan kokteil í handboltapartýinu sem steinliggur? Nú er víða sem fólk safnast saman og horfi á landsleikina með íslenska handknattsleiksliðinu og slegið er í handboltaveislu. Þá er svo gaman að geta boðið upp á ljúffenga drykki sem eiga vel við. Ivan Svanur Corvasce barþjónn er snillingur þegar kemur að kokteilagerð og ætlar hér að svipta hulunni af einum sem erfitt er að standast og passar fullkomlega fyrir handboltaveisluna.

Ivan er meðal annars með Reykjavík Cocktails veisluþjónustuna þar sem þetta allt saman byrjaði, kokteila ævintýri. Einnig er Ivan með Spritz Venue þar sem Kokteilaskólinn er til húsa í dag. Hér er um að ræða glæsilegan veislusal með fullkomnum bar þar sem Ivan kennir meðal annars helstu leynitrixin við kokteilagerð. Ivan er annar stofnenda Kokteilaskólans og hefur unun af því að kenna áhugasömum að búa til ljúffenga kokteila sem töfra gestina upp úr skónum.

Vínskólinn það nýjasta

Nýjasta konseptið sem Ivan ásamt öðrum standa fyrir Vínskólinn þar sem boðið er upp á vínsmökkun og fræðslu í umsjón sérstakur vínsérfræðingur. Boðið er upp á einlægt samtal um vín og persónulega kynning þar sem allir fá að njóta sín og öllum spurningum stórum og smáum er svarað.  Mikill metnaður er lagður í glösin sem vínið er skenkt en þar eru kristalglösin fremst í flokki. „Þegar kemur að víni getur litur og áferð skipt skipt sköpum um bragðið, við kennum þér að greina litbrigði vínsins ásamt mörgu öðru,“ segir Ivan.

Sviptir hulunni af Veislupúns barþjónsins

Ivan þekkir vel að vera með veislur og gleði þar sem gaman er að geta boðið upp á ljúffenga drykki. Hér sviptir hann hulunni af einum sínum eftirlætis púns sem á eftir að steinliggja í næsta handboltapartýi.

„Þetta púns er ég oftast að vinna með í veislum hjá vinum og vandamönnum þegar ég sjálfur nenni ekki að vera endalaust að hrista kokteila fyrir alla. Þetta er ótrúlega þægileg og góð blanda sem getur staðið í skál eða krukku og gestir geta afgreitt sig sjálfir af. Þá prenta ég oftast leiðbeiningarnar að drykknum á blað og set í myndaramma við hliðina á skálinni ásamt freyðivínsglösum, köldu freyðivíni og limesneiðum í skál. Ég hef ekki gefið þessa uppskrift upp áður en þetta slær alltaf í gegn,“ segir Ivan að lokum.

Veislupúns barþjónsins

2 lítrar

350 ml Aperol

200 ml Gin

350 ml Ferskur appelsínusafi

350 ml Ferskur ananassafi

200 ml Kryddsíróp*

200 ml Ferskur sítrónusafi

200 ml Vatn

25 ml Angostura Bitter

Toppað með þurru freyðivíni

Kryddsíróp

200 ml Vatn

300 g Hvítur sykur

Matskeið hver af Allspice, Negul, Kardimommum

2 stk. kanilstangir heilar

Við byrjum á að mylja þurru kryddin létt með mortéli, setja þau í pott og kveikja undir á miðlungsháum hita. Þegar eldhúsið byrjar að ilma af kryddi bætum við vatninu út í. Þegar vatnið er við það að byrja að sjóða bætum við sykrinum við og hrærum þar til hann er bráðinn. Þegar sykurinn er bráðinn tökum við pottinn af hellunni og látum standa, kólna og draga í sig bragðið af kryddinu. Að lokum sigtum við sírópið í gegnum fínt sigti og þá er það klárt.

Leiðbeiningarnar eru svona:

  1. Fyllið upp helminginn af glasinu með veislupúnsinu
  2. Fyllið upp í topp með freyðivíni og skreytið með limesneið
  3. Njótið með okkur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka