Rétt á eftir skellur á sannkölluð hátíð í Bretlandi þegar Karl III Bretakonungur tekur formlega við krúnunni með pompi og prakt. Af þessu tilefni gætu margir velt fyrir sér hvað konungurinn mun borða í dag.
Reiknað er með að hann muni byrja daginn á ávaxtasalati og bolla af te, en það mun vera hans hefðbundni morgunmatur.
Hann og Kamilla hafa svo ákveðið að hafa böku, eða quiche, sem formlegan krýningar mat. Kokkur úr Buckinghamhöll hefur af þvi tilefni gefið út uppskrift í von um að Bretar muni elda hana heima hjá sér til að fagna með konungsfjölskyldunni.
Fyrir þá sem vilja vera með þá hefur uppskriftinni hér verið snarað yfir á íslensku.
Fyllingin
Bakan – Sigtaðu hveitið í skál með hálfri teskeið af salti. Bættu við smjöri og svínafeiti og blandaðu saman með fingrunum þar til þú færð sandkennda, brauðmylsnu-áferð. Bættu þá við mjólkinni, smátt og smátt og blandaðu með matarhníf og hnoðaðu svo deigið saman með höndunum og gættu þess að engir þurrir blettir verði eftir og að deigið sé slétt og laust við kekki. Settu svo matarfilmu eða lok yfir skálina og leyfðu deiginu að hvílast í ísskáp í um 30-45 mínútur.
Næst tekur þú 20 sm bökuform með lausum botni og setur á bökunarpappír. Stráðu smá hveiti á vinnusvæðið og flettu deigið út í hring sem er aðeins stærri en formið og um 5 mm að þykkt. Lyftu deiginu svo varlega í formið og þrýstu því mjúklega út í kantanna. Passaðu að engin göt séu á deiginu því þá gæti fyllinginn lekið. Hyldu svo deigið með viskastykki eða matarfilmu og leyfðu því að hvílast í 30 mínútur í viðbót í ísskápnum.
Þessu má þó sleppa ef þú notar tilbúið bökudeig, tilbúna deiginu rúllar þú bara út og skellir í formið.
Hitaðu ofninn svo í 190 gráður á undir- og yfir hita eða 170 gráður ef þú ert með blástur.
Næst skaltu setja smjörpappír eða bökunarpappír ofan á bökuna og heltu bökunarkúlum eða ósoðnum hrísgrjónum ofan á. Þetta er gert til að framkvæma svokallaðan blindan bakstur á bökunni. Síðan er botninn bakaður í 20-25 mínútur þar til hann hefur tekið á sig gylltan lit og er orðinn þurr. Þá er pappírinn varlega fjarlægður ásamt kúlum eða hrísgrjónum og svo er botninn bakaður í 5 mínútur til viðbótar til að þurrka betur. Hiti er lækkaður í 160 á undir og yfir eða 140 á blæstri.
Fyllingin – Þeyttu saman mjólk, rjóma, egg og kryddjurtum með smá salti og pipar. Dreifðu helmingnum af rifna ostinum ofan í bökubotninn, því næst seturðu eldað spínat sem hefur verið saxað léttilega niður, ásamt baununum. Að því loknu er vökvablöndunni hellt yfir. Ef þarf þá er gott að hræra varlega í fyllingunni til að tryggja að hún hafi dreifst jafnt yfir botninn. Gættu þess þó að skemma ekki botninn. Að lokum er restinni af ostinum stráð yfir.
Þetta er svo bakað í ofni í 20-30 mínútur þar til osturinn hefur tekið á sig smá gylltan lit.