fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Matur

Undurfagurt páskaborð með fjólubláum blæ hjá stílistanum

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 7. apríl 2023 13:00

Fagurkerinn og stjörnustílinn Þórunn Högna töfra hér fram undurfagurt páskaborð með fjólubláum blæ. MYNDIR/ÞÓRUNN HÖGNA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Högna okkar einstaki stílisti hefur mikla ástríðu fyrir því að skreyta og gera fallegt kringum sig fyrir hvert tilefni og sérstaklega eftir árstíðum. Páskarnir sem eru boðberi vorsins eru engin undantekning og í ár fer Þórunn nýjar leiðir í litatónum. Nú er það fölbleikur og fjólublár sem ræður för í bland við náttúrulega liti og lifandi blóm.

Þórunn elskar páskana og segir páskafríið vera það besta við páskana. „Við förum alltaf í bústaðinn okkar, hlöðum batteríin, borðum góðan mat og njótum þess að vera saman.“ Aðspurð segist Þórunn halda í hefðir um páskana. „Við höldum fast í hefðina að fela páskaeggin fyrir yngstu dömuna. Höfum í gegnum árin haft páskaeggjaleit fyrir krakkana og höldum áfram með það, alltaf jafn skemmtilegt. Síðan borðum við stór fjölskyldan alltaf saman á páskadag.“

Ljósfjólublái liturinn heillaði í ár

Þórunn er ávallt með ákveðið þema í litum og efnisvali þegar kemur að því að skreyta fyrir páskana. „Ég fór aðeins út fyrir þægindarammann þegar ég gerði páskaborðið í ár. Lavender/ljósfjólublái liturinn heillaði mig svo svakalega. Svo fallegur með hvíta borðbúnaðinum. Ég er með mjög stórt hvítt marmaraborð og litirnir nutu sín einstaklega vel á því. Ég notaði mest fersk blóm og kerti, var ekki mikið með annað páskaskraut. Notaði litla blómapotta sem vasa, sem kom mjög skemmtilegt út. Keypti meðal annars tvö púðarver í HM Home sem ég breytti í tauservíettur. Síðan finnst mér falleg kaka alltaf ómissandi á páskaborðið. Mér finnst líka alveg ómissandi að hafa fersk blóm á páskaborðinu, nota alltaf blóm þegar ég skreyti borð.“

„Ég hef hingað til ekki heillast af fjólubláa litnum en mér finnst alltaf gaman að taka að mér nýjar áskoranir þegar kemur að skreytingum. Ég meira að segja gerði fjögurra hæða Lavender marengs köku. Er er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Þórunn og brosir breitt.

Þegar kemur að því að velja fígúru eða dýr sem minna á páskana finnst Þórunni sum vera krúttlegri en önnur. „Mér finnst kanínur alltaf minna mig á páskana og svo er eitthvað krúttlegt við alla litlu páskaungana.“

Fjögurra hæða Lavender marengs kaka skartar sínu fegursta, en Þórunn heillast ávallt af háum kökum og skreytir hér með páskagreinum og rósum. Kökudiskurinn frá Margreti Jónsdóttur. Falleg páskakaka á borði settur punktinn yfir i-ið.

Þórunni gerði mini ostakökur í glasi og litaði ostakremið með fjólubláum matarlit kemur einstaklega vel út. Síðan skreytti hún með rósum og makkarónukökum.

Hvítu litlu blómapottarnir, hvítu skraut eggin og kerta eggin eru frá Magnoliu Öll blóm frá Blómaval. Hvíti plexi bakkinn lét Þórunn búa til fyrir sig hjá Fást. Glösin Frederik Bagger frá Epal. Hnífapör og diskamottur eru frá HM Home.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram