fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Matur

Bónusgrísinn trónir á toppi Bónuspáskaeggjanna í ár og fer í hlutverk safngrips

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 29. mars 2023 09:07

Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus með Bónus súkkulaðipáskaeggið gómsætt sem skarta hinum fræga Bónusgrís. DV/ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er hægt að fá gómsætt Bónus súkkulaðipáskaegg með Bónusgrísnum fræga en hann er bara til í takmörkuðu upplagi. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag greinir Baldur Ólafs­son, markaðs­stjóri Bónuss, frá því að Bónus­grísinn frægi muni nú bregða sér í nýtt hlut­verk sem safn­gripur á páska­eggjum verslunarinnar. Hann segir að hægt verði að safna mis­munandi grísum ár eftir ár líkt og gert var með strumpafígúrurnar fyrir nokkrum árum.

„Grísinn verður í mis­munandi út­gáfum hvert ár og kemur hver grís í tak­mörkuðu upp­lagi. Við vissum fyrst ekki hversu vin­sælt þetta yrði en nú kemur í ljós að þetta er sölu­hæsta páska­eggið í Bónus.“

Baldur segir að verð­lag gæti vissu­lega spilað inn í söluna en stærsta Bónuseggið er rúm­lega helmingi ó­dýrara en egg í svipaðri stærð frá sam­keppnis­aðilum. Hann telur samt sem áður marga laðast að grísnum sjálfum og vilja hann jafn­vel enn frekar en súkku­laðið.

„Hann er náttúru­lega skemmti­legur og líka á­gæt­lega veg­legur. Það er alveg ó­hætt að leika sér með hann án þess að hann skemmist. Grísinn er unninn úr plasti en hann er líka þungur og stendur á svona stalli sem fólk sér þegar búið er að taka súkku­laðið frá,“ segir Baldur.

Það ríkti þjóðar­sorg þegar gamli Bónus­grísinn kvaddi Ís­lendinga en Baldur segir kostinn við nýja grísinn vera þann að auð­veldara sé að leika sér með svip­brigði hans.

„Bónus­grísinn er í hjörtum Ís­lendinga og þó svo að okkur þyki rosa­lega vænt um þann gamla þá var hann pínu úr sér genginn greyið. Nýi grísinn hentar betur í svona verk­efni að því leytinu til að það er hægt að glæða hann miklu meira lífi sem gerir hann jafn­vel að enn skemmti­legri per­sónu og verður hann ein­stakari fyrir vikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna